Peninga meninga!
Var að lesa Blaðið áðan og þar var tvennt sem vakti sérstaka athygli hjá mér. Annarsvegar grein um "jólympíuleikana" árlegu og hins vegar ábending um það að stéttarfélög bjóða mörg hver upp á styrk til félagsmanna sinna vegna líkamsræktar. Ég hringdi beint í mitt félag til að tjékka stöðuna og jú, jú, ég á bara inni heilar 9.400 krónur! Það munar nú um þann afslátt í gymminu, ætla beint í það mál á morgun að sækja um endurgreiðslu :)Og svo nýyrðið jólympíuleikarnir - keppni í jólahaldi, algjör snilld :D Undanfarið hef ég heyrt í útvarpi, séð viðtöl í sjónvarpi og núna greinar í blöðum um það hvað jólin geta farið illa í fólk. Fjölskyldur upp til hópa algjörlega að setja sig á hausinn og allt í uppnámi yfir jólunum... ekki gott mál. Hugtakið "jólin eru hátíð barnanna" hefur alltaf haft þá merkingu hjá mér að þá eigi fjölskyldan að vera saman, staldra við og líta yfir farinn veg á árinu, þakka fyrir það liðna og setja sér göfug markmið fyrir framtíðina. Það hefur ekki þá merkingu í mínum huga að setja sig á hausinn við það að slá í gegn hjá öllum með því að vera með flottustu gjafirnar, skrautið eða steikurnar, nei, nei, ég nenni því sko ekki.
Lykillinn að litlu stressi er að skipuleggja sig vel, þess vegna pantaði ég nánast allar jólagjafirnar á netinu einhvern tímann í október, nenni ekki að vera í einhverjum ruðningi í Kringlunni að leita "bara að einhverju til að komast aftur heim". Maður nýtur sín ekkert. Svo er ég í skóla, fullkomin afsökun til að dissa jólabaksturinn! Enda eru tilbúnu kökurnar frá Jóa Fel alveg að gera það gott á mínu heimili, til hvers að reyna að keppa við meistarann? Ég ætla ekki að baka aftur fyrir jólin fyrr en María Rún er orðin nógu gömul til að baka með mér, þá verður svona girly dagur hjá okkur og við bökum saman :)
Jæja, vildi bara benda á þessi tvö atriði, vona að flestir geti nú fagnað jólunum en þurfi ekki að sligast eitthvað undan þeim. Bara eyða þessari stuttu helgi sem jólin verða heima á náttfötunum að horfa á vidjó eða spila og tala saman, það er alveg nógu mikið að gera hjá fólki hvers dags þó það þurfi ekki allt að vera á fullu spani líka á jólunum...
Gréta.
2 Comments:
Prufa, prufa.. ég er alltaf að reyna að kómenta hjá þér en það virðist aldrei takas hjá mér :(
Gréta það er stranglega bannað að spila á rauðum dögum. Það segir amma mín (hún veit náttúrulega ekki að við gerum það þegar hún sér ekki til *uss*;)!!
Sniðugt að baka bara svona tilbúið. Ég á ekki eftir að gera neitt fyrir þessi jól, ef eitthvað þá á ég kannski eftir að geta þrifið eitthvað og kannski setja upp jólatréð með mömmu og hinum á Þorláksmessu. Ég er nefnilega í prófum til 21. og svo er ég að vinna 23.!! 22 fer líklega í klippingu og jólapakkastand (Geri allt á síðustu stundu eftir svona prófatörn *úff* hate the christmas exams!!!
B.kv. Þóra
Vuhú, I got a comment! :) Jamm, það dregur dáldið úr jólastuðinu að vera svona lengi í prófum. Síðasta prófið mitt er 19. desember... ég ætla að vera búin með allt fyrir þann tíma, nenni engu svona seint :P
Gréta.
Skrifa ummæli
<< Home