Fyrsti í aðventu
Já, spádómskertið í dag er það ekki? Ég leit inn í geymslu í morgun, ætlaði að svipast um eftir þessum blessaða kransi sem ég föndraði í fyrra. Ég segi nú ekki annað en að ég var heppin að ná að loka hurðinni aftur áður en allt draslið hrundi yfir mig. Nennti svo ekki að pæla meira í því af því að ég var ógeðslega ósofin eftir nóttina, María Rún þurfti endilega að fá einhverja pest í sig í nótt. Svo kom læknir og kíkti á hana, sem betur fer er þetta ekkert alvarlegt og ætti að jafna sig á ca. 3 sólarhringum.Jæja, svo sváfum við fjölskyldan bara til hálf fjögur í dag, lazy sunday fýlingur í gangi. Svo hundskaðist ég á lappir og skellti mér í gymmið. Þegar ég kom aftur heim varð ég nú bara steinhissa svo ekki sé meira sagt. Leifur (og María) voru búin að skreyta allt og finna kransinn :) Oh, en kósý, við gátum kveikt á kertinu yfir kvöldmatnum.
Annars get ég ekki sagt annað en að þessi dagur hafi verið pínu vonbrigði fyrir mig, ég veit ekki um neinn sem hélt aðventukaffi í dag! Hvað er með það, er það bara orðið dautt dæmi að fólk gefi sér tíma í að hittast yfir aðventukaffi og fá sér nokkrar smáar og kakó með?? Er svona svakalega mikið að gera hjá öllum að undirbúa jólin?
:( Þvílíkt fúlt. Reyndar voru dáldið margir sem ég þekki löglega afsakaðir fyrir að halda ekki aðventukaffi, t.d. mamma og pabbi, þau eru ekki beint með eldhús í augnablikinu og tengdamamma er að fara til USA á morgun... Jæja, svona er þetta.
Já, eitt í viðbót, ég er að spá í að flytja bloggið mitt alfarið yfir á www.123.is þar sem myndaalbúmið er. Ég er bara ekki alveg búin að gefa mér tíma í það, ætli það verði ekki flutningur á milli jóla og nýárs :) (eða snemma í janúar).
Gréta.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home