þriðjudagur, desember 06, 2005

Prófalestur

Jamm og jæja, stundin er runnin upp. Þarf seriously að fara að taka skólabækurnar úr plastinu og glugga í þær... Það gengur enþá mjög illa að fá Maríu í rúmið á kvöldin, svo slæmt að það er ekki einu sinni fyndið. Lestíminn minn fer allur í svefn loksins þegar maður fær break :(

Svo var Elísa að hringja í mig áðan, komin upp síða fyrir grunnskóla reunionið sem verður næsta ár. Djíses, er það ekki orðið merki um að maður sé að eldast, komin 10 ár síðan maður útskrifaðist úr grunnskóla! Ég man eins og það hefði gerst í gær... Jæja, alla vegana tryggt að maður setur frekari óléttur á ís framyfir þetta geim! Þýðir ekki að forfallast aftur.

Enívei, þarf að fara að lesa. Mun örugglega blogga frekar lítið næstu 2 vikurnar eða svo, nema eitthvað krassandi gerist, þá kannski tjékkar maður inn.

Gréta.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home