Áramótafílingur
Jæja, árið bara að verða búið. Leið frekar fljótt, enda mikið um að vera á þessu ári í mínu lífi :) Ég er búin að gera nokkur áramótaheit: hætta að horfa á raunveruleikaþætti (it's gettin old), vinna nammibanns keppnina, gerast heimsforeldri í UNICEF (reyni að hafa alltaf eitt góðverkamarkmið), föndra meira (þegar námið er búið), fara oftar en tvisvar á ári í klippingu (kannski svona þrisvar, alveg óþarfi að sleppa sér!), mmm... það var eitthvað meira, man það ekki í bili :)Hey, dagur nr.2 í fastri vinnu og ég er strax orðin aðal gellan á svæðinu. Nei, smá svona létt spaug, en engu að síður hefur mér hlotnast sá heiður að fá að setja mig inn í nýtt kerfi sem verður tekið í notkun hérna í vinnunni á næstu misserum. Í framhaldi af því þarf ég svo að kenna öllum hinum á þetta mega júnit. Það er nefninlega þannig þegar það kemur að endurskoðun að forritið Excel er mikið þarfaþing, en samt mjög takmarkað (þótt ótrúlegt sé). T.d. tekur venjulegt Excel sheet ekki nema rétt rúmar 65.500 færslur sem er náttúrulega allt of takmarkað. Svo eru allar samanburðarkeyrslur og tjékk svo primitiv eitthvað að það þarf að forrita sérstakt dæmi í kringum endurskoðun. Eitthvað kerfi sem maður týnist bara strax í. Þú ýtir á einn takka og búff, allt í steik og maður svitnar og fær aukinn hjartslátt og snert af panic attack við að vinna í kerfinu. Sko, þá er ég að lýsa venjulega kerfinu sem við vinnum í frá degi til dags. Nýja kerfið sem ég er að setja mig inn í er enþá verra, eða betra eftir því hvernig á það er litið :)
Jæja, kannski meira um það síðar, ekki víst að venjulegu fólki finnist þetta eitthvað spes :D
Bæjó,
Gréta.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home