mánudagur, desember 12, 2005

Þriðja tönnin komin!

Jæja, Sússý frænka (dagmamman) hringdi í morgun og bað mig að sækja Maríu Rún því hún væri með hita. Ég skildi ekkert í þessu, hún var ekkert slöpp þegar hún vaknaði... Svo lækkaði hitinn strax aftur, var farinn núna í hádeginu og nýjasta tönnin komin fram :) Hún er að gnísta tönnunum núna, hræðilegt hljóð *hrollur*. Það er semsagt efri vinstri framtönn sem er nr. 3 í röðinni til að koma, alltaf að stækka þessi litla dama.

Jæja, back to business, er að reyna að læra með þennan grisling hjá mér = gengur alveg hræðilega hægt.

G.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home