Minn versti ótti
varð að veruleika í dag: botninn pompaði niður úr rúminu hjá Maríu og hún datt niður á gólf :( Það voru bara 3 pinnar af 4 í rúminu (sem botninn hvílir ofan á) og svo var hún eitthvað að hnoðast í rúminu og fór alveg út í það horn sem pinnan vantaði í. Þá hvolfdist botninn og ég heyrði allt í einu alveg ægilegan grátur. Sem betur fer held ég að þetta hafi meira verið mér-brá-ógeðslega-mikið-grátur, frekar en að hún hafi meitt sig mjög mikið. Hún hætti alveg fljótlega að gráta eftir að ég tók hana upp. Eitt bágt á nebbann.Svo síðar um kvöldið, eftir bað, graut og pela, var hún að dunda sér á gólfinu að rífa niður auglýsingapappír og veifa honum eitthvað. Missir hún þá ekki jafnvægið og skellur aftur fyrir sig. Það var alveg hræðilegt í svona 2 mínútur en jafnaði sig svo líka fljótt. Eitt bágt á hnakkann.
Og alveg búin á því þurftum við mæðgurnar að ná í pabba í vinnuna kl.9 (way past bed time) því hann var að vinna fram eftir í kvöld. Hann kom með einhverja ægilega bolta til að setja í rúmið og gera það öruggara :) En við erum að spá í að láta verða af því að kaupa okkar eigið rúm, sæng og kodda fyrir skvísuna, við erum búin að vera með þetta í láni núna í að verða ár, kominn tími til að fá sitt eigið :)
Gréta.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home