miðvikudagur, janúar 04, 2006

Nóg að gera

Það er nóg að gerast þessa dagana, ég var náttúrulega að byrja að vinna þannig að þá þarf að endurskipuleggja alla dagskrá heimilisins. En þetta leggst fínt í mig :) María Rún er farin að tala, hún lærði að segja flugeldar á gamlársdag, reyndar styttum við orðið bara niður í "páv!" til hægðarauka. Svo alltaf þegar ég fer að gera baðið hennar tilbúið á kvöldin hrópar hún upp yfir sig "BAA!" alveg svakalega ánægð :) Og já, loksins gerðist það að hún fór að skríða áfram, komin úr króníska bakkgírnum. Maður nær varla að fylgjast með á eigin heimili, svo mikið að gerast þessa dagana.

Mamma átti stórafmæli núna 2. janúar. Til hamingju með daginn mamma. Þau pabbi höfðu það kósý á hóteli yfir nótt, aðeins að gera sér dagamun. Það var samt ekki beint nein afmælisveisla, smá hittingur hjá kjarnafjöskyldunni, annað ekki. Ætli það verði ekki haldið eitthvað geim í maí þegar pabbi á afmæli, þá verður kominn meiri BBQ fýlíngur í fólk og allir búnir að steingleyma því að þeir voru í megrun í janúar og svona...

Nammibannskeppnin gengur fínt, Siggi bró er búinn að kaupa kort í ræktina. Þegar hann var í formi í gamla daga gat hann hlaupið 10 km á <60 mín, núna fékk hann andarteppu eftir 20 mínútur og datt af brettinu þá kominn tæpa 3 km. Nú þarf ég að drífa mig í gymmið í kvöld og athuga hvað ég get hlaupið mikið. Ég get nefninlega ekki hlaupið nokkurn skapaðan hlut, ég er með svo mikinn áreynslu astma síðan ég var krakki. Það tæki mig marga mánuði að byggja upp þrek í það að geta hlaupið stanslaust 10 km, hvað þá að ná því á <60 mín. En ég ætla að athuga hver staðan hjá mér er, svona upp á djókið.

Gréta.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home