föstudagur, desember 30, 2005

Síðasti föstudagurinn 2005

Jæja, síðasti vinnudagurinn á þessu ári. Ég er svooo mygluð að það er til vandræða, ég er alveg freðin í hausnum, man ekki neitt og er að reyna að klára skýrslu sem ég er búin að laga svo oft að mér líður eins og ég sé að rannsaka morðmál en ekki skrifa skýrslu um smá vörutalningu. Svona er nákvæmnin mikil í dag, alveg killer.

Ég fékk það verkefni hjá tengdafjölskyldunni að fara og kaupa flugelda í dag. Ætla að skreppa í Gullborg eftir vinnu og sjá hvað er til. Verð nú að segja að ég er alveg dottin út úr þeim pakka að nenna að skjóta upp, en það er gaman að horfa á alla hina :) Ég verð alltaf svo tötsý á gamlárskvöld, þoli það ekki. Þegar ég var lítil var þetta svo slæmt að mér leið alltaf eins og einhver væri að deyja þegar gamla árið kvaddi og það nýja tók við. Núna reyni ég að minna sjálfa mig á það að þetta eru bara tölur sem við notum til að geta skipulagt okkur betur, það er ekki árið 2005 í dag nema bara af því að við ákváðum það, þetta hefur þannig séð enga merkingu.

Ég man hvað það var merkilegt þegar árið 2000 var að koma, það var eins og fólk héldi bara að heimurinn myndi farast, æsingurinn var svo mikill í sumum. Svo núna er bara allt í einu að koma 2006 og maður hugsar með sjálfum sér, wait a minute, hvert fóru öll þessi ár eiginlega??? Ég man bara varla eftir árinu 2000 ef ég á að segja eins og er, 2001 er eitthvað loðið líka. Vá, I'm getting old.

Já, smá fréttir af Maríu Rún, 4. tönnin fannst í gær! Þá náði hún 4 tönnum á þessu ári, yeah beibí. Hin efri framtönnin er að koma niður, útskýrir kannski afhverju hún var með hita í gær.

En jæja, góða skemmtun allir saman á gamlárskvöld. Það verður smá teiti á Sóleyjargötunni eftir miðnætti fyrir fólk sem ætlar ekki að hrynja í það en nennir samt kannski ekki alveg að fara að sofa kl.00.30, ef einhver hefur áhuga á að kíkja :)

Gréta.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home