Frosnar miðbæjarrottur
Það hlaut að koma að því, ég datt í veikindi núna yfir helgina og er frá vinnu í dag :( Ég hef ekki orðið veik svona lengi síðan... tja, '93 örugglega. Yfirleitt er það þannig þegar ég fæ flensu að það gengur yfir á 24-36 klst., en endist ekki í fleiri fleiri daga :( vörusvik. María Rún er enþá að fá sín brjálæðislegu hóstköst á næturna, þannig að hún er líka heima. Erum hérna saman að slappleikast í dag, mæðgurnar.Það ætti að banna einfalt gler í gluggum, hitastigið í stofunni hjá okkur er svona 14-15°C! Þetta er bara rugl. Svo er maður að leyfa barninu að skríða um á gólfinu þar sem mesti kuldinn er, ekki furða að hún nái sér ekki upp úr þessu kvefi. Ég get ekki beðið eftir því að flytja, en það er einmitt Escape-2006-plan í gangi núna, stefnum á að flytja á þessu ári, þó það verði kannski ekki fyrr en seint á árinu.
Þessar kennaratuðrur í Háskólanum eru ekki enn búnir að skila einkunnunum. Fresturinn hjá þeim til þess rann út núna á laugardaginn. Ég er búin að fá miða frá bankanum þar sem mér er hátíðlega tilkynnt að yfirdrátturinn á LÍN reikningnum mínum falli niður núna næsta föstudag. Great. Þetta námsmannalíf sko, alveg ömurlegt.
Eini ljósi punkturinn í tilverunni þessa dagana er að það er komin ný bumba! Ekki hjá mér sko, en ein stelpa sem ég þekki var að fá langþráð jákvætt svar af óléttuprufu núna á föstudaginn :) Þetta er sko eiginlega enþá leyndó svo ég ætla ekki að segja hver þetta er.
Enívei, ætla að fara að leggja mig aðeins, maður þarf að vera duglegur að lúlla þegar maður er lasinn :)
Gréta - mygluð upp fyrir haus.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home