Sickaling
Í gær fékk María smá pest í sig, væntanlega eftir langt og strangt ferðalag heim. Þetta virtist hellast í hana svona seinnipartinn en þá hafði Leifur verið með hana yfir daginn svo ég gæti farið í skólann og hann sagði að hún væri búin að sofa óvenju mikið. Svo hágrét hún alveg þannig að ég gaf henni stíl og hringdi í læknavaktina.
Doksi kíkti í heimsókn og kíkti í eyrun. Þegar hann kom hafði hún náð að sofna. Hann sagði að þetta væri smá vottur af eyrnabólgu og skrifaði recept en sagði okkur að geyma að leysa það út nema að hún myndi versna. Svo svaf hún bara alveg til hádegis í dag (heavy stöff þessi stíll greinilega) og er búin að vera nokkuð brött síðan þá :) Þannig að ég býst ekki við að leysa út lyfin.
Annars þá er þvílíkt púsluspil í gangi þessa dagana hjá okkur. María byrjar ekki hjá dagmömmu fyrr en 1. nóv og ég er auðvitað byrjuð í skólanum aftur og svo fer líka að líða að því að fæðingarorlofinu mínu ljúki. Ekki gott mál. Núna erum við mæðgurnar t.d. akkúrat að bíða eftir ömmu Öddu svo ég komist upp í skóla að gera verkefni. Leifur er að vinna til kl.9 í kvöld. *andvarp*
Og já, þessi skóli, fjárútlát vegna bókakaupa náðu nýjum hæðum í minni skólatíð núna á dögunum. Þurfti að kaupa tæplega 900 blaðsíðna bók fyrir eitt fagið og kostar skruddan rúman 10.000 kall! Þetta er svo þykk bók að maður verður þreyttur bara á að fletta í gegnum efnisyfirlitið en það telur 13 blaðsíður :( Ég er semsagt búin að slaufa á allt sjónvarpsgláp næstu 7 vikurnar en það er sá tími sem ég hef til að lesa bókina + aðra bók fyrir annað fag, auk verkefnavinnu.
Gréta - alveg að sligast strax í upphafi annar.
Home Sweet Home
Alltaf gott að vakna upp í eigin rúmi :) Tengdó sótti okkur á flugvöllinn í gær um kl.23.30. Æðislegt að þurfa ekki að taka rútuna, við vorum með ansi mikinn farangur.
Lærdómurinn úr þessari ferð er að ef maður er með lítið barn sem ekki einu sinni getur setið sjálft, þá er maður með ansi mikinn handfarangur ef þannig má að orði komast. Því ætlum við t.d. ekki aftur að velja lest sem ferðamáta því það er hvergi pláss fyrir vagninn í lestinni nema þar sem allir fara inn og út og við þurftum að skiptast á að standa þar í 4 tíma :( Það verður bara bílaleigubíll næst.
En hún var algjört ljós á leiðinni heim, bara hress við ömmu sína og afa þrátt fyrir 10 tíma samfleytt ferðalag frá Gautaborg city fyrr um daginn. Aftur á móti var ég orðin úrvinda af þreytu, ég þurfti að sitja með hana allan tímann í vélinni heim því vélin var full og var með náladofa í rassinum, hendinni og mjóbakinu þegar við loksins lentum.
Við fórum aðeins fram úr fjárhagsáætlunum... á eftir að taka þetta saman. Pff, hefði alveg getað notað nýju myndavélina mína, skil ekki til hvers var verið að innsigla þetta dót í búðinni. Þær hjá tax-free refoundinu spurðu bara í hvaða mynt ég vildi fá peninginn og var bara alveg sama hvort við værum með þessar vörur með okkur eða ekki! Bögger.
En við tókum samt eitthvað af myndum á gömlu vélina. Reyndar erum við ekkert sérstaklega góð í því að vera túristar, við vorum t.d. yfirleitt ekki með vélina á okkur þegar við vorum að skoða eitthvað flott í Svíþjóð, eins og miðaldarkastalann og svona...
Jæja, best að fara að drífa sig í skólann.
Gréta.
Gautaborg
Jæja, þá erum við búin að vera hérna í sveitasælunni rétt fyrir utan Gautaborg í 5 daga. Þetta er alveg yndislegur staður og við Leifur vorum bara farin að spá í að flytja hingað út... þangað til við sáum pöddusafnið hans Gísla, æj, okkur líður ágætlega á Íslandi :D
Við erum búin að versla fulla ferðatösku af fötum og mér líður eins og ég sé búin að verlsa fyrir alveg 100.000 kall, en ég held að fatainnkaupin standi í um 30.000 krónum, það er bara eitthvað svo skrítið fyrir mann að fá dragt á 5.000 og eitthvað svona megaprice dót. Ég fann líka nýja myndavél :) Canon ofcourse. Er samt ekkert búin að nota hana því ég verslaði hana tax-free og þá var hún bara innsigluð alveg bak og fyrir þannig að ég þori ekki að opna hana fyrr en ég er búin að fá taxinn til baka, vona að það gangi upp.
Já, hvað meira er að frétta? Jú, ég er búin að vera eins og gamalmenni á eftirlaunum allan tímann hérna í Svíþjóð. Skil ekki hvað er að mér, ég er með svo svakalega verki í ÖLLUM liðum líkamans, hef aldrei upplifað annað eins. Við erum ekki bara að tala um mjaðmir, hné og olnboga heldur líka allar tærnar og alla puttana, úlnliði og háls :( Stundum verð ég svo slæm að ég geng um eins og gamlingi sem ætti að vera með göngugrind en er það ekki. Er búin að dæla í mig 400 mg verkjatöflum 3x á dag og bera á mig verkjakrem og svona. Kannski er ég bara komin með gigt...
En jæja, þetta er nóg í bili.
Gréta.
Köben
Hallo, sma stutt af okkur.
Thad gekk vel yfir til Köben, sma stress i mannskapnum (mannskapurinn being Greta) thvi vid vorum sein ut a flugvoll, yfir 300 manns i bidröd thegar vid maettum kl.7.10 i innritun (flugid var kl.7.30). Sem betur fer var spes röd fyrir Iceland Express og thar voru bara 3 ad boka sig inn! Vuhuu :)
Svo komum vid ut i 25 stiga hita og Leifur fekk solsting og spurdi taxi driverinn hvar strikid vaeri (the strik?) Svo reyndi eg ad stama eitthva "ströket..." og driverinn horfdi a okkur eins og vid vaerum skritin og spurdi a moti "strojedt?" JA, einmitt! Svo fundum vid thad og erum buin ad runta fullt a thvi, eg er komin med blödru a tanna :(
Erum ad fara ad lulla nuna,
hej, hej,
Greta & Co.
Síðasta sumarhelgin
Jæja, bara menningarnótt á morgun... mér hefur alltaf fundist sú helgi marka endalok sumars og þal. upphaf haustsins, enda er skólinn víst að byrja á mánudaginn. Ekki gott mál, þá verð ég út í Svíþjóð og missi af fyrstu vikunni. Er að velta því fyrir mér að kaupa bækurnar í dag og lesa kannski smá í flugvélinni og rútunni. Það er farið svo hratt yfir sögu í Háskólanum að maður verðu að nýta hverja mínútu sem maður hefur aflögu til að lesa, það verður t.d. farið í fyrstu 5 kaflana í einum áfanganum strax fyrstu vikuna! Sem betur fer verð ég bara í þremur áföngum.
Mér finnst ég þurfa að gera svo mikið í dag, veit varla hvar ég á að byrja. Er enþá að reyna að ákveða hvort ég eigi að láta 40.000 nægja úti í Svíþjóð eða hvort ég eigi að taka 50 þangað, ég þarf nefninlega að kaupa 1000 kr. danskar líka... miklar pælingar í gangi. Við ætluðum að reyna að hafa þetta undir 100.000 kallinum í heildina, bara rétt að kíkja í heimsókn til Unu og verlsa smá föt í H&M Rowells fyrir skólann, annars ekkert bruðl. En svo langar mig svo ógó mikið í nýja myndavél, ætla að taka eitt auka kort með mér út ef ég skyldi nú óvart finna draumavélina ódýrara þar en hér, veit ekkert hvort raftæki eru eitthvað ódýrari í Svíþjóð en hér, kemur í ljós.
Ég gleymdi að segja frá nýja bílnum okkar í gær (var svo svakalega ánægð með grautinn að það féll bara allt annað í skuggann :) Leifur fór semsagt til Akureyrar á miðvikudaginn og náði þar í Lexus sem ég hélt að "við" værum að kaupa en svo kom í ljós að hann er svo svakalega ánægður með nýja bílinn að þetta er "hans" bíll og ég má KANNSKI prófa að keyra hann á morgun, laugardag :D Ótrúlegt alveg hvað karlmenn geta verið tilfinningalega tengdir við bíla. Ég leit bara á bílinn og hugsaði: sjálfskipting, stórt skott undir vagninn, rúmgóður aftur í fyrir barnabílstólinn og undir 5 ára aldri = fínt. Þarf ekki mikið meira :) Er sko með fóbíu fyrir eldri bílum en 5 ára, er svo hrædd um að þeir hrynji bara í sundur og séu á verkstæði 2/3 hluta ársins, vil hafa þá það nýja að viðhaldið sé svo gott sem ekkert. Leifi finnst þetta alltaf jafn fyndin athugasemd hjá mér þegar við erum að kaupa nýjan bíl, hann getur auðvitað haldið öllum bílum gangandi enda svo typical bílakall, en æji, ég á bara bágt þegar kemur að "gömlum" bílum.
Það gekk hörmulega að vera bíllaus. Ekki að það væri eitthvað mál að vera bíllaus, við vitum í rauninni ekkert um það, það sko kom bara aldrei til þess að við værum actually bíllaus, þ.e. með engan bíl í höndunum. Fyrst vorum við með bíl frá tengdó í láni í eina viku, svo þegar við þurftum að skila honum höfðu nú ekki færri en 3 ættingjar samband og buðu okkur sína bíla að láni! Talandi um að eiga góða að :) Þannig að við erum búin að vera með bíl frá systur hans Leifs að láni alveg þar til núna að við erum aftur komin á eigin bíl. Þannig fór nú um sjóferð þá.
En best að fara að koma sér að verki, ætla að reyna að komast í gymmið áður en ég fer að pakka niður.
Bæ í bili.
Gréta.
Stóra barnið mitt
Í dag var mjög góður dagur, ég fór í neglur og nudd í Mecca Spa og Elísa fór með Maríu á rúntinn á meðan :) Mr. Abú úr Simpsons nuddaði mig þvílíkt vel, nei, nei, veit ekkert hvað hann heitir, en hann var dáldið Indverjalegur. María og Elísa fóru upp á Skaga og það var svo mikil sól að Elísa keypti sólgleraugu handa Maríu þannig að núna getur hún verið algjör pæja úti í Svíþjóð!
Já, ástæðan fyrir að hún er núna orðin stóra barnið mitt er að ég gaf henni graut í dag í fyrsta sinn. Hún tók bara vel í það að fá graut, borðaði alveg 2-3 teskeiðar :D Fyndið hvað svona ofboðslega lítið magn af mat getur verið mettandi fyrir lítið barn. Hún þurfti bara hálfan pela fyrir svefninn, hún var svo södd af grautnum. Amma Adda var í heimsókn og hjálpaði til að baða og gefa graut og pela. Gaman að fá hana í heimsókn því Leifur var að vinna til 9.
En núna er bara verið að hanga fyrir framan imbann og horfa á the Swan og borða ís og súkkulaðirúsínur. Alltaf gott að borða eitthvað óhollt þegar annað fólk er að þjást í gymminu.
Gréta.
Engin comment
Jæja, það er víst ný tegund af spami komin í gang, setja comment inn á bloggsíður. Ótrúlegt, maður fær hvergi að vera í friði, ég er því búin að setja hide-mode á öll comment fyrir þessa bloggsíðu í bili, því miður.
Mér finnst eitt alveg stórmerkilegt og það eru e-mailin mín, ég er með nokkur e-mail fyrir mismunandi hluti, skipt eftir vinum, vinnu og drasli. Drasl addressan mín er það sem ég gef upp alltaf þegar ég þarf að slá inn eitthvað e-mail á einhverri síðu t.d. þegar maður er að versla og það merkilega við það er að inn á þá addressu hefur aldrei nokkurn tíman komið svo mikið sem ein typpa-viagra-stock-option-auglýsing á meðan vinnan og vinirnir eru alveg í fokki... og nú það nýjasta, bloggið mitt líka farið í klessu :(
Drasl
G.
Prófið búið :)
Í gær var Leifur alveg ekta helgarpabbi þegar hann var með Maríu nánast allan daginn til að ég gæti lært fyrir prófið. Svo sofnaði María mas. kl.20.00 og ég hugsaði bara með mér þvílík guðsgjöf er þetta barn! Bara sofnuð kl.8 þegar ég þarf að læra fyrir próf... En Adam var ekki lengi í paradís og ekki Gréta heldur, hún vaknaði auðvitað aftur 20 mínútum síðar og var í alveg syngjandi banastuði fram eftir öllu kvöldi :( En svo sofnaði hún nú um síðir og ég bara vaknaði kl.5 í morgun til að klára að lesa fyrir prófið :)
Ég held mér hafi gengið ágætlega en þetta er svona fag (og kennari) þar sem maður veit eiginlega ekki með vissu hvar maður stendur fyrr en einkunnin er komin *krossa fingur um að allt gangi vel*
Ótrúlega gaman, í dag fengum við sendan passan hennar Maríu, jebb, þú last rétt, hún er komin með sinn eigin passa með lítilli smekka-mynd í :) Hún verður akkúrat 4 mánaða þegar við förum í loftið og fljúgum til Danmerkur næsta sunnudag. Minnir mig á það, þarf að biðja Sigga og Eddu um að vera housesitters, Siggi, þú átt að passa húsið mitt!
Svo fórum við María og Edda í dag í BabySam og ég splæsti í önd í baðið og bolta. Bæði slógu alveg í gegn og það var alveg svaka stuð í baðinu í kvöld, lá við að ég þyrfti að vatnshreinsa teppið í stofunni eftir á :P
En jæja, kominn tími til að fara að glápa aðeins á imbann.
Gréta.
Frá "bumbu hittingnum"
Hérna er litla með öllum nýju vinunum! Ég fann þessa mynd á síðunni hans
Antons Gamalíels sem er víst búsettur á Akranesi. Hann er einmitt við hliðina á Maríu Rún (vinstra megin frá okkur séð) en ég treysti því að lesendur þessarar bloggsíðu séu nógu glöggir til að sjá hvar hún er :D
Gréta.
Sumarprófið
Jæja, þá er maður búin að loka sig af inn í tölvuherbergi og setja stólinn fyrir húninn... það er sumarpróf á mánudaginn *andvarp*.
Ég lét verða af því í gærkvöldi að splæsa í nýjan tölvuskjá, svona þunnan og flottan :) Það var ekkert að hinum skjánum, bara hann er svo hrikalega stór að hann tók allt skrifborðið mitt, en núna er þetta allt annað líf, ég get actually komið fyrir bókum hérna á borðinu :)
Við ákváðum að gefa frænda hans Leifs hinn skjáinn. Hann heitir Daníel og er að klára grunnskólann í vetur. Hann er búinn að vera þvílíkt að hrakfallabálkast í sveitinni í sumar, byrjaði á því að fá flís í augað fyrstu vikuna. En svo var það ekki jafn slæmt og menn héldu þannig að hann var bara áfram í sveitinni og stútaði traktornum á bænum, rúmlega 100.000 króna tjón held ég þegar hann þrumaði á einhvern steinsteyptan bita... og svo það sem gerði útslagið núna um síðustu helgi var það þegar ein beljan á bænum puttabraut hann. Brotið var svo svakalegt (opið beinbrot á baugfingri + litli putti eitthvað krambúleraður líka) að fólkið á heilsugæslustöðinni í Vík treysti sér ekki til að gera að sárinu og það þurfti að skutla honum beint í bæinn þar sem gerð var 3 tíma aðgerð á puttanum á honum...
En eins og þá væri ekki nóg komið kom í ljós síðar að læknirinn hafði gert eitthvað vitlaust og það þurfti að rífa allt upp aftur og tjasla honum aftur saman... Þannig að núna þegar hann getur ekki annað en hangið bara heima og kannski verið í tölvunni þá ákváðum við að gefa honum skjáinn okkar því hann á bara gamlan 14" garm sem ekkert getur.
En já, það er lærdómur um helgina, best að koma sér að efninu.
Gréta.
"Bumbu hittingur"
Í gær fórum við María á hitting. Það var með stelpunum af msn-grúppunni minni sem voru óléttar á sama tíma og ég og áttu börn í mars og apríl á þessu ári. Við vorum saman komnar þarna 9 mömmur með 9 kríli, ótrúlega mikil kjútís. Ég var því miður ekki með myndavél á mér, en ef hinar skvísurnar deila sínum myndum þá kannski nappa ég einu góðu eintaki og skelli inn við tækifæri :)
Fínt að hitta mömmur á svipuðu reki, þá fær maður svo góðan samanburð á því hvernig allt gengur, alveg frá brjóstamálum yfir í það hvort tærnar á börnunum séu að þroskast eðlilega. Við komum bara nokkuð vel út verð ég að segja, sérstaklega er ég ánægð núna með mjólkurmálin á heimilinu, gengur oftast vel að mjólka en á kvöldin er oft lítið af mjólk og þá er ég farin að hafa það sem reglu að gefa henni pela fyrir svefninn (sem ég er svo líka að vona að eigi eftir að hjálpa til við að venja hana af brjósti en það getur víst oft verið svaka erfitt á kvöldin þegar börn eru vön því að róa sig niður fyrir svefninn á brjóstinu).
Svo er ég víst bara ótrúlega heppin að vera komin með dagmömmu, nokkrar mömmur þarna sem komast hvergi að og ein lenti mas. í því að vera skömmuð fyrir að leita sér svona seint að dagmömmu, það hefði bara átt að gerast síðasta haust! Það er naumast, við vorum allar komnar svona 3-4 mánuði á leið síðasta haust og þá var ég nú ekki farin að spá í það að finna dagmömmu eða hvenær ég færi aftur að vinna eftir fæðingarorlofið...
Jæja, best að fara að læra aðeins, bara 3 dagar í sumarprófið.
Gréta.
Ættarmót hið síðara
Það var ættarmót hjá minni fjölskyldu núna um helgina. Við fórum reyndar bara á laugardaginn og vorum eina nótt en ekki tvær út af litla grisling.
En á föstudaginn tók Leifur upp á því að bjóða mér á deit. Vá, ég hef varla farið á svoleiðis frá því fyrir óléttu. Fórum út að borða og svo á stutt djamm, aðallega var hann að sýna mér staðina Nasa og Hressó (jebb, hef hvorugan séð þar til núna um helgina! ein slöpp í djamminu). Við hittum á afspyrnu léleg kvöld á báðum stöðunum að sjálfsögðu, Nasa lokaði kl.12! Bara skúringarljósin á og byrjað að stafla stólunum þegar við vorum nýsest og komin með glas í hönd, og tveir laglausustu trúbadorar Íslands voru að spila á Hressó. Mér fannst samt alveg gaman, fékk mér únó kokteil og allt :)
Svo var það Stóru-Vallar ættarmótið á laugardeginum. Ég hafði vit á því að vera með Maríu í kjól á þessu ættarmóti til að allt væri á hreinu. Gerði þau mistök á ættarmótinu hjá Leifi að vera með hana í svaka flottu sumar-outfitti sem var aðallega grænt og þá héldu allir að hún væri strákur, þó ég hefði sett á hana gulu sólskinshúfuna líka :(
Gaman að hitta ættingjana, sérstaklega gaman að ömmu Rúnu og systrum hennar, allar með voða speki í gangi um litlu börnin, t.d. að maður eigi ekki að halda á þeim að óþörfu því þá verða þau svo erfið þegar þau stækka. Ég punkaði þetta allt í rólegheitunum á bak við eyrun. Svo vill amma endilega að ég fari að láta Maríu fá graut, hún sé orðin svo stór, ég ætla samt að hinkra fram yfir 4 mánaða markið með það.
Því miður var það sama sagan á þessu ættarmóti og því í síðasta mánuði að veðrið var ekki beint að leika við okkur og var því dáldið um fólksflótta og skróp á dagskrárliði sunnudagsins, en engu að síður var þetta príðilega vel heppnað mót og bara gaman að komast aðeins í bústaðinn hjá ömmu og afa.
Gréta.
Sweden
Jæja, þá er Sóleyjarfjölskyldan á leiðinni út í heim :) Við ætlum að heimsækja Unu systur hans Leifs til Svíþjóðar í lok mánaðarins. Vona að það gangi allt saman vel. Mér finnst pínu skrítið að bóka allt á netinu og prenta bara út mína eigin farmiða og svona. Við förum til Kaupmannahafnar og verðum þar eina nótt, fundum hótel á 8000 kall sem telst víst nokkuð gott. Una ætlar svo að bóka okkur í lestina yfir til Svíþjóðar fyrir 700 kall, veit ekki alveg hvort hún hugsar í sænskum eða íslenskum krónum, hlýtur eiginlega að vera sænskar krónur.
Helgin var nokkuð góð. Fengum þá flugu í hausinn að fara í Bláa Lónið í gær. Hey, frídagur verslunarmanna, allir í útileigu og frekar sjabbí veður, örugglega enginn í Lóninu... nei, nei, hef aldrei lent í annari eins traffík! Röðin náði út úr húsinu og það voru meira en 20 rútur á svæðinu og leiðsögukonur með heilu bakkana af aðgangsarmböndum kallandi út um allt á fólkið sitt. Jésús minn, maður þakkaði bara fyrir að troðast ekki undir í kvennaklefanum og svo þessir útlendingar, ekki sjéns að þeir geti notað armböndin rétt. Alveg merkilegt, þeir komast ekki inn, geta ekki fundið sér skáp og lokað honum eða opnað aftur og alveg örugglega geta þeir ekki komist út aftur í lokin.
Ég reyndi að hjálpa til og rifja upp skólaþýskuna. Gafst upp á því þegar ég fattaði að ég var að tala við Frakka, þá fyrst verður það hopeless. Reyndi að gera nokkrar sýnikennslur á mínum skáp og reyna að sýna að það gæti ekki nema einn í einu lokað skápnum sínum... *SIGH* Jæja, gat hjálpað svona 3 konum :)
Bætti við myndum á netið:
Júlí 2005Gréta.