Skírnarmyndir
Þá eru
skírnarmyndirnar loksins komnar inn :)
G.
Ripley's Believe it or not!
Í þættinum annað kvöld verður fjallað um Íslendinga sem sjálfviljugir hafa ákveðið að eiga ekki bíl... Nei, nei, kannski ekki alveg, en það mætti halda að slíkt uppátæki teldist til mikilla tíðinda miðað við þau viðbrögð sem við fengum frá okkar nánustu þegar við tilkynntum að við ætluðum að selja gripinn. Athugasemdir eins og "þið eruð semsagt komin algjörlega á kúpuna" og "ætlið þið að hætta að umgangast fólk?" sýndi okkur hvaða álit vinir og vandamenn hafa á okkur: við erum aumingjar með hor þegar kemur að fjármálum! Mamma hans Leifs hélt m.a.s. að hann væri á leiðinni í fangelsi! Díses kræst.
En ég get nú glatt mannskapinn og tilkynnt með góðri samvisku að fjármálin eru alveg í bærilegasta ástandi hér á bæ, þó við höfum þurft að herða aðeins sultarólina á meðan við vorum bæði í fæðingarorlofi. Þessi ákvörðun tengist fjármálanámskeiðinu sem við vorum á um daginn. Við ákváðum að losa pening út úr bílnum, borga niður neysluskuldirnar allar á einu bretti, kaupa ferð til Florida og splitta svo restinni á milli okkar :) Bjútí. En við ætlum ekkert að vera bíllaus forever, ef maður ætlar einhvern tímann að vera bíllaus á Íslandi þá er gott að miða við að gera það yfir hásumarið, þetta er ekki eitthvað sem ég nenni að gera í janúar... Næsta Vökuuppboð á bílum verður 3. september, þá kaupum við aftur bíl :)
Reyndar fannst tengdó svo ómögulegt að við værum ekki á bíl að við fengum Opelinn lánaðan, svosem ágætt, en ég býst við að við munum skila honum eftir helgina og prófa að vera á strætó í einn mánuð :) Þeir taka það bara til sín sem eiga (bíl) að koma í heimsókn til okkar núna í ágústmánuði til tilbreytingar.
Að öðrum málum þá er það orðið official að ég er gjörsamlega staurblind á andlit og nöfn. Ég kaupi Séð&Heyrt reglulega, eða í kringum Verslunarmannahelgina annað hvert ár og í gær keypti ég nýjasta blaðið. Fór beint að gera krossgátuna auðvitað :) sem er svosem ekki í frásögur færandi nema að ég gat ekkert gert krossgátuna. Var bara eitthvað "Leifur, hvaða fólk er þetta hérna?... Keanu Reeves? ó, já, sé það núna... En þessi? Sara Jessica Parker? Hver er það? Jæja, skiptir ekki máli". Ótrúlegt, hvernig er hægt að vera svona slow in the head? Ég er reyndar með einhverja áverka á toppstykkinu síðan ég datt á hjóli í gamla daga, gæti trúað því að einhver sella þarna á bakvið hafi hrokkið úr sambandi við það, hlýtur að vera.
Já, og eitt í viðbót, ég missti af vinningi í Víkingalóttóinu í gær! Tölurnar mínar komu upp :( Reyndar ekki í stóra pottinum, bara í Jókernum, hefði unnið 2000 kall! Helvíti að missa af því...
G.
Kjútí
Datt í hug að setja eins og eina nýja mynd af Maríu á vefinn. Ég veit ekki afhverju, en við erum búin að vera þvílíkt léleg í myndatökum núna í sumar. Kannski af því að myndavélin mín er svo mikið krapp að ég nenni ekki að nota hana lengur... Oh, nú finn ég mikla þörf fyrir að kaupa mér nýja vél, aldrei gott að "þurfa" nauðsynlega að kaupa eitthvað. Mig langaði að halda í mér þangað til að við Leifur förum út og kaupa ódýrt þar, veit ekki hvort ég meika það :( Slæmt, slæmt, slæmt.
Siggi bró tók þessa mynd af Maríu, ég fann hana á netinu! Nánar tiltekið á
bumbublogginu þeirra Eddu. Siggi er að klára vaktatörn í dag, ætla að herja á hann núna í fríinu að afhenda mér myndirnar úr skírninni (spáðíessu, kominn mánuður síðan það var!).
Annars verður það bara Grafarvogur 2005 núna um helgina. Fínt. Sendum mömmu og pabba í útilegu og förum sjálf bara upp í Garðhús og notum það fyrir bústað. Hvað gerir maður hvort sem er annað en að grilla og vera í heita potti í bústöðum? Nákvæmlega það sem við munum gera heima hjá mömmu og pabba :) Algjörlega laus við alla umferðatraffík og ferðastress, svona á þetta að vera.
Gréta.
Bonjela
Svekkelsi ársins, María er ekkert að læra að segja mamma eins og ég hélt, hún er komin með tannpirring! Hehe, það útskírir líka ýmislegt, t.d. afhverju hún er farin að borða á sér neðri vörina, vantar greinilega naghring. Ég rauk auðvitað út í apótek að kaupa Bonjela krem fyrir góminn, in case needed. Þetta útskírðist allt í gær þegar við vorum í mat hjá tengdó, þar eru auðvitað 14 barnabörn og veit fólk þar á bæ sitthvað um svona lítil kríli.
En annað sem gerðist um helgina var að María velti sér af maganum yfir á bakið án hjálpar. Juhú! Ég var svo ánægð að Leifur hélt að við hefðum unnið í Lottóinu... Ekki það að við séum ekki alltaf með 5 rétta þegar við tökum þátt, bara tölurnar eru aldrei í sömu línunni, frekar þreytandi.
Jæja, þarf að fara með bílinn í skoðun.
Mamm...
Gaman, gaman. María er farin að babbla svo mikið að það er alveg svakalegt. Í dag komst hún mjög nálægt því að segja "mamma", sagði "mamm..." og virtist alveg átta sig á því að mér fannst eitthvað voðalega merkilegt að heyra þetta orð því hún sagði það aftur og aftur fyrir mig :) I'm so proud, barnið farið að tala 3 mánaða gamalt :P Ég bjóst ekki við þessu fyrr en í fyrsta lagi við 5 mánaða aldur, verð að fara að leigja mér einhverjar þroskabækur á bókasafninu, til að vita við hverju er að búast.
Svo er ég með hana í bootcamp í að læra að velta sér :) Ég veit, mér liggur á með barnið, við erum að reyna að ná Kolbeini frænda, en hann hefur nú alveg 4 mánaða forskot! Ef ég er með hana á maganum og leyfi henni að spyrna sér með öðrum fætinum í mig, þá veltur hún yfir á bakið! Jéééé.
Svo er nú allt að rætast úr mjólkurmálunum hjá okkur. Ég fór í Móðurást til að fá te (sem er alveg sjúklega gott, mann langar ekki einu sinni í nammi þegar maður er búin að drekka það, hverjum hefði dottið það í hug?). En alla vegana, þar sagði afgreiðsludaman mér að við 3 mánaða aldurinn breytist mjólkin hjá manni og brjóstin fara að verða alltaf mjúk þó svo að það sé mjólk í þeim. Sem er nú gott að vita því það var einmitt það sem mér fannst vera merki um að það væri engin mjólk lengur :) Og þegar mjólkin breytist svona þá erum við að tala um miklu þykkari mjólk með meiri næringu en áður, þannig að María þarf að hafa meira fyrir því að ná mjólkinni út, semsagt vera lengur á brjóstinu. Með þetta í huga og teið að vopni þá gengur allt í ljómanum hjá okkur núna :)
Gréta - happy mama with a happy talkin kiddó
3 mánaða skoðun
Í gær fór ég með Maríu í 3 mánaða skoðun. Það gekk allt rosalega fínt nema hún var dáldið lítil í sér í sprautunni. Ekkert stórvandamál samt. Ég talaði um mjólkurleysið í mér en hjúkkan sagði að miðað við þyngdartölurnar þyrfti ég nú ekki að hafa áhyggjur :) María var búin að þyngjast alveg meira en fínt síðan síðast og lengjast um 3 cm. Svo sagði hún líka að það hefði allt að segja að ná að leggja sig smá á daginn, svo núna er sameiginlegur lúllitími hjá okkur mæðgunum á milli 4 og 5 á daginn :)
Annars þá fór ég með Sigga bró, Eddu og Rakel á Snoop Dogg á sunnudaginn. Ágætistónleikar, nema mér fannst Snoop koma heldur seint á sviðið, Edda var alveg búin í bakinu og orðin toasted af hita þegar hann loksins kom og hún þurfti að fara heim fljótlega eftir að hann kom inn :( Og þessar upphitunarhljómsveitir, þvílíkt tað! Jesús minn einasti, hef sjaldan heyrt aðra eins hávaðamengun. Erpur kannski bjargaði því sem bjargað varð...
G.
Mjólkin
Auðvitað er Móðurást með lokað á laugardögum í sumar, ekki að því að spyrja þegar Gréta ákveður að kíkja við... En annars þá er ég með sterkan grun um að þessi mjólkurskortur hjá mér stafi af því að ég borða ekki nóg. Ekki það að ég sé að reyna að megra mig með því að borða eitthvað lítið, það bara einhvern veginn gleymist yfir daginn að borða. Tíminn flýgur bara áfram og maður fattar ekki neitt fyrr en svimakast skellur á og sykurfall og tilheyrandi hausverkur banka upp á í kjölfarið. Ætla að reyna að passa þetta betur.
María er orðin svo stór að hún fékk nýtt bað í dag :) Blár baðbali úr IKEA, hann er reyndar ekki mikið stærri en hvíti balinn, en hann er samt rýmri, munar um allt. Hún er svo mikill froskur í baðinu, sparkar og sparkar! Hlýtur að sakna sundsins :) Þess vegna fengum við nýtt bað til að hún væri ekki alltaf að reka hausinn í þegar hún sparkar.
Svo er María farin að hjala og slefa svo mikið að fyrsta alvöru orðið hlýtur að fara að detta í hús! Og svo er grípa-í-hárið-á-mömmu-tímabilið byrjað líka :( Ég fer með hana í 3 mánaða skoðunina á mánudaginn, ég hlakka til að sjá hvað hún hefur stækkað, örugglega mjög mikið. Vona að sprautan eigi eftir að ganga vel samt...
Gréta - nóg að gera.
Finally
...er kallinn farinn að standa sig sem kærast :) Lét mig fá fullt af pening í dag og sagði mér að fara að kaupa mér föt. Vííííí! En þar sem ég hef ekki keypt mér föt í meira en ár þorði ég ekki ein og hringdi í Elísu, professional shopper og hún kom með í Smáralindina. Fékk mér nokkrar nýjar spjarir, allt annað líf, verð að gera þetta oftar.
Reyndar var svo mikið að gera hjá mér við að eyða peningunum hans Leifs að ég gleymdi næstum því að ná í hann í vinnuna *úbbs*. Fattaði það svona kortér í 4 að hann er bara að vinna til 4 á föstudögum, jebb, Leifur farinn aftur að vinna í Samskip þannig að við María erum bara einar á daginn núna. Þetta nýja ástand raskaði aðeins planinu hjá mér og það varð ekkert úr því að ég færi í Móðurást til að kaupa mér mjólkuraukandi te. Verð að fara sem fyrst.
Já, svo er það orðið skjalfest að við verðum hérna á Sóleyjargötunni í amk. ár í viðbót. Samningar varðandi það undirritaðir í dag. Í kjölfarið fór ég á flippkast og er búin að gera breytingaráætlun fyrir heimilið upp á ca. 30.000. Innbúið þarf að vera aðeins meira in style, ætla að fara að skipta út öllu skrautinu, þið vitið, myndunum á veggjunum, blómapottunum, styttum, myndarömmum og púðum, fá smá þema í gang - svona girlystöff.
En jæja, tími til að planta sér fyrir framan imbann, The Swan verður endursýndur á eftir. Missti af þættinum í gær því við fórum á Madagaskar. Myndin var góð, en það vantaði samt eitthvað töts, kem því ekki alveg fyrir mig hvað það er. En hún endar samt í safninu eins og allar aðrar teiknimyndir :)
Áhyggjur
Það má segja að síðustu dagar hafi einkennst af áhyggjum hjá mér, bæði af stórum og smáum hlutum. Í fyrsta lagi fékk hún Edda botlangakast í fyrradag, en hún er komin rétt 30 vikur á leið og uppskurður því auðvitað mikil áhætta (getur komið fæðingunni af stað). Læknarnir á Lansanum Hringbraut drifu hana engu að síður í aðgerð í gærkvöldi og allt heppnaðist vel :) *PHEW* Við mamma vorum svo stressaðar að við vorum næstum farnar að gráta. Siggi var hins vegar miklu rólegri, sagði mér að Edda væri sjálf bara fegin því hún hefur víst oft fengið svona, á uþb. 4 mánaða fresti síðan God-knows-when. Þetta er mas. í annað skiptið á meðgöngunni sem hún fær botlangakast.
Ég get svo svarið það, eru þessir læknar upp á Skaga með þurrkað gras í hausnum??? Ég hélt að óútskíranlegur magaverkur væri yfirleitt vísbending um botnlangakast, og þeim hefur ekkert dottið í hug að tjékka það svona í gegnum tíðina!? Ótrúlegt lið. En jæja, ég vona bara alveg innilega að þessum kafla sé þá lokið hjá henni, leiðinlegt að vera alltaf að fá einhver magaköst.
Aðrar áhyggjur snerta hana Maríu Rún, litlu slefandi rúsínuna mína :) Ég er alltaf að spá í hvort ég sé að standa mig nógu vel sem mamma. Stundum finnst mér ég ekki vera nógu mikið með hana og svo á sama deginum finnst mér kannski að ég sé að gera hana að einhverri mannafælu með því að vera alltaf með hana og láta ekki aðra halda á henni :( Og svo er það mjólkin, mér finnst hún vera orðin alveg ískyggilega lítil, t.d. í gærkvöldi, þá var María alveg öskrandi svöng og gat ekki farið að sofa og samt lagði ég hana þrisvar á brjóstið fyrir svefninn...
Þannig að ef einhver veit um eitthvað mjólkuraukandi mataræði, plís do tell.
Gréta.
Það eina sem er betra en Oreo...
er súkkulaðihjúpað Oreo! *Mmmmmmm* En nei, ekki lengur :( Ég þarf að passa hvað ég borða því súkkulaði getur farið illa í brjóstamjólkina og þal. Maríu. *Andvarp* Fyrst 9 mánuðir af niðurdrepandi óléttuástandi og nú þetta, akkúrat súkkulaði sem þarf að vera slæmt fyrir brjóstamjólkina. Óþolandi. María er búin að vera eitthvað slæm í maganum yfir helgina, það gekk hálf illa með hana á Skaganum á írsku dögunum (gátum samt alveg farið, hún bara naut sín ekki nógu vel) og svo þegar mamma og pabbi voru að passa í gær þá grét hún voða mikið...
Reyndar kom alveg svakaleg heavy duty diaper í morgun, þannig að hún er búin að vera öll miklu betri í dag :) En það breytir því ekki að súkkulaði þarf að vera down to minimum hjá mér á næstunni *snökt*.
Ég tók svo svakalega á í ræktinni í gær að ég er með harðsperrur á stöðum sem ég var ekki einu sinni að þjálfa. Eða kannski er ég bara að drepast í bakinu undan þessum sætum í Smárabíóinu, alveg ömurleg sæti. Við fórum á Sin City, fín mynd, full mikið ofbeldi fyrir minn smekk, en góð mynd engu að síður.
En núna er víst kominn baðtími hjá Maríu :) Þarf að þjóta.
Gréta.
Mikið að gera
Það er ótrúlega mikið að gera hjá mér þessa dagana. Ég er á fullu að reyna að lesa fyrir sumarprófin og svo erum við Leifur á fjármálanámskeiði líka. Mjög gaman, í kjölfarið var tekin pólitísk ákvörðun um það á heimilinu að ráðast ekki í íbúðakaup næstu 5 árin eða svo. En það kemur hins vegar til greina að reyna að komast í 3 herbergja leiguíbúð, en við ætlum ekki að gera neitt í þeim málum fyrr en á næsta ári og verðum því í 1 ár í viðbót hérna á Sóleyjargötunni :)
Ég er að velta því fyrir mér hvort ég eigi að fara upp á Skaga um helgina, á írska daga... nenni varla ef það verður mikil rigning, en langar samt. *sigh* Ætla að kíkja til Elísu í kvöld, verður svona rauðvínsstemming :) ú, jé, kannski ostar líka og Ritz kex, gott fyrir appelsínuhúðina :P
Gréta.
Ættarmót hið fyrra
Við fórum á ættarmót um helgina hjá fjölskyldunni hans Leifs. Það var austur á Djúpavogi. Ó mæ got, að mínu mati er Djúpivogur full langt frá Reykjavík til að skreppa þangað yfir eina helgi, maður lætur sig hafa það að fara til Akureyrar fyrir eina helgi (tæpir 400 km) en Djúpivogur... þá erum við að tala um rúma 550 km frá bænum og það fer nú bara heill vinnudagur í að keyra alla þá leið. Enda vorum við orðin hauslaus af þreytu þegar við komum austur á föstudeginum, sáum ekkert hvað það er fallegt þarna fyrir austan fyrr en daginn eftir þegar maður var aðeins búinn að hvíla sig :)
Ég verð alltaf jafn hissa á vegakerfi Íslands þegar ég fer út á land, hvað er með þessa vegi!? og það þjóðveg númer eitt??? Allur vegurinn er eins og ein akrein á Interstate vegunum í Bandaríkjunum. Svo er maður látinn þræða einhverja ræmu lengst upp á fjalli þar sem búast má við aurskriðum á hverri sekúndu og ekki einu sinni verið að splæsa í vegagrindverk alls staðar þar sem þverhnýpi og klettabelti eru fyrir neðan mann. Almáttugur, enda þurftum við að veita einum Kana smá sáluhjálp á söndunum. Hann var með sprungið dekk og kunni ekki á tjakkinn og vantaði skiptilykil af réttri stærð líka. Og hann var bara gráti næst og hræddur um að verða úti "in the middle of nowhere" eins og hann orðaði það sjálfur. Hehe, smá survivor fílingur að fara út á land á Íslandi.
Það er alveg ótrúlega fín sundlaug á Djúpavogi, frekar ný held ég og þangað fórum við með Maríu í sund í fyrsta sinn. Gaman, gaman :) Núna verð ég sko að komast með hana á námskeið. Annars virkaði ættarmótið frekar stutt, svona eftir á, maður kom seint á föstudegi og eyddi kvöldinu í að koma sér fyrir, svo var hittingur á laugardeginum með ættinni og svo voru bara allir farnir aftur í bæinn snemma á sunnudeginum, en þar spilaði inn í veðurspá um vitlaust veður og líka það að það tekur 8 tíma að komast á milli (með stoppi í sjoppum). Semsagt, frekar snubbótt eitthvað, vonandi verður næsta ættarmót bara ekki á Djúpavogi.
Gréta.