5 daga skoðunin
Í gær fórum við með litlu í 5 daga skoðunina. Hún er alveg að standa sig eins og hetja, búin að ná fæðingarþyndginni sinni og gott betur en það, ljósurnar spurðu hvort við værum að gefa henni eitthvað meira en bara brjóstið :)
Það var svo einstaklega mikil veðurblíða hérna í miðbænum í gær að við Leifur ákváðum að fara í jómfrúrferð með nýja vagninn. Fórum nú ekkert langt, löbbuðum í kringum litla hlutann af tjörninni. En þessi vagn lofar mjög góðu, hún steinsvaf bara alsæl með lífið og tilveruna.
Svo upplifði ég dáldið merkilegt í gærkvöldi. Ég ákvað að skreppa út í sjoppu eftir vídjó og áttaði mig á því að það var í fyrsta skipti í rúma 9 mánuði sem ég var alveg ein á ferðinni, engin Bumba eða neitt. Ég var hálf lónlý, þó ég væri nú ekki frá heimilinu nema í kannski 20 mínútur. Leifur sagði mér líka að í fyrsta sinn frá því ég átti þá var sú litla mjög óróleg á meðan ég var úti, svona eins og hún hafi skynjað að mamma var ekki á svæðinu. Skrítin tilfinnig að vita að maður er mikilvægasta manneskjan í lífinu hjá svona litlu kríli :)
Nokkrar myndir
Héðan úr Sóleyjarhreiðrinu er allt gott að frétta. Bobba kemur til okkar á hverjum degi til að fylgjast með og leiðbeina við brjóstagjöfina og annað. Hún gerði reyndar smá rassíu áðan þegar hún sagði okkur að það þyrfti að taka blóðprufu úr hælnum hjá litlu dömunni. Ég fann mjög til með henni og skildi alveg að hún var ekki ánægð með framgang mála á tímabili. En hún fékk að hugga sig við brjóstið þannig að það fór allt vel að lokum :)
Ég er búin að setja inn nokkrar
myndir (ég veit að þessi uppsetning er ekki að fara að vinna til hönnunarverðlauna ;) Þær eru teknar þegar mamma og pabbi komu í heimsókn fyrsta daginn okkar. Litla fjölskyldan öll hálf sjúskuð og ósofin eftir nóttina :)
En núna er ég að spá í að fara að leggja mig aðeins. Þessi litli labbakútur heldur nefninlega að hún sé að missa af einhverju á nóttunni og neitar að sofa þá :) Þannig að við fórum ekki að sofa fyrr en um 6 leitið í morgun! Gaman, gaman.
Sumardagurinn 1.
Jæja, litla daman lét loksins sjá sig fimmtudaginn 21. apríl kl.5:47. Hún var 14,5 merkur og 51 cm og okkur Leifi leið náttúrulega eins og merkilegasti atburður allrar mannkynssögunnar fyrr og síðar hefði átt sér stað beint á rúmstokknum hjá okkur :)
Aðdragandi fæðingarinnar var þannig að aðfaranætur þriðjudags og miðvikudags gat ég lítið sem ekkert sofið fyrir verkjum, en það var alltaf það langt á milli verkjanna að þeir töldust ekki vera almennilegar hríðir. Á miðvikudagsmorgni fór ég í mæðraskoðun, aðallega mónitor bara. Ljósmóðirin sem var á vakt þá sagði að ég væri komin með 2-3 cm í útvíkkun og að ég væri við það að fara í gang (vonandi). Hún sendi okkur Leif heim með smá parkódín fyrir mig og sagði okkur að reyna að ná eins mikilli hvíld og við gætum. Ég náði að sofa samfleytt frá kl.10:30 - 13:30 og þótti það ansi gott miðað við undanfarna 2 sólarhringa :)
Svo hætti parkódínið að virka og hríðarnar fóru að "kikka inn" en alltaf voru svona 7-15 mín. á milli þeirra (þumalputtareglan er að fara upp á spítala þegar það eru 5 mín. á milli). Upp úr Kl.19:00 á miðvikudagskvöldi gafst ég eiginlega upp og vildi fara að fara upp á spítala þó svo það væri meira en 5 mín. á milli verkja, því þeir voru það sárir að ég var hætt að geta "andað mig í gegnum þá" og brast hreinlega í grát við hverja hríð.
Þannig að við vorum mætt upp í Hreiður um kl.21.30 og auðvitað sett í mónitorinn. Eftir að hafa engst um í honum í hálftíma kom ljósmóðirin til okkar og fór svona að undirbúa málin með okkur. Ljósmóðirin var ekki Bobba því miður, en sú sem var á vakt heitir Rannveig og var alveg ótrúlega góð :) Við vorum mjög heppin að fá hana. Hún athugaði leghálsinn hjá mér og tilkynnti að útvíkkun væri komin í ca. 4 cm. Djí, æði, 12 tímar af verkjum og búinn að ávinnast 1 cm! *Andvarp* ég fór að gera mér grein fyrir því að þetta yrði dáldið löng nótt.
Ég tók þann pól í hæðina að vera ekki að gera þetta neitt erfiðara en það þyrfti að vera og bað um að fá deyfingu. Ég byrjaði á að þyggja glaðloft, en varð bara flökurt af því og vildi fá peditín sprautu. Þvílíkur lifandis léttir að fá þá sprautu! Reyndar varð ég svo sky-high af sprautunni að Leifur sagði mér eftir á að hann sæi eftir að hafa ekki tekið mig upp á myndband (við vorum auðvitað með cameruna meðferðis). Ég datt alveg úr sambandi við umheiminn og svaraði bara einhverju tómu bulli þegar einhver yrti á mig :) Þetta var mjög gott tímabil af nóttunni, þarna náðum við að hvíla okkur aftur alveg í 3 tíma nánast (á milli kl.23 og 2) þar sem ég gat alveg andað í gegnum hríðarnar og notað glaðloftið óspart, sofnaði meira að segja með grímuna á mér...
En svo fékk ég þær leiðinlegu fréttir frá Rannveigu að ekki væri hægt að fá þessa sprautu nema einu sinni þar sem eitthvað af lyfinu skilst yfir í fóstrið. Fúlt maður, hefði viljað klára fæðinguna með peditíni. Ókey, þannig að ég sá fram á smá dópskort og bað um mænudeifingu. Það var hægt að fá hana og díses kræst var það vont að láta stinga 10 cm. plastslöngu inn á milli hryggjaliðanna hjá sér með ströng fyrirmæli um að helst ekki einu sinni anda, maður þarf að vera svo kjur þegar maður fær þessa deyfingu. Tala nú ekki um að peditínið var einmitt hætt að virka þegar svæfingalæknirinn hafði loksins tíma til að deyfa mig þannig að hríðarnar komu inn í alveg full force.
Jæja, eftir að hafa þegið sterkasta stöffið á svæðinu beint í æð (eða frekar mænusvæðið) þá gat ég bara ekki annað en lagst niður á hægri hliðina og notið vímunnar ef þannig má að orði komast. Þetta virkar alveg stórkostlega þannig að það er bara klippt á hríðarnar í eitt skipti fyrir öll og ég man eftir að hafa látið út úr mér eftir þetta að fæðingar væru nú bara ekkert mál ef þessar hríðar væru ekki hluti af þeim :) Rannveig fór bara að hlæja en sagði að það væri nú dáldið til í
því hjá mér.
Þegar þarna var komið var klukkan ca. 4 og útvíkkun komin í 8 cm. af 10 og Gréta sofnuð. Ekki alveg nógu gott mál, þannig að Rannveig náði í Drippið. Og já, ekki má gleyma því að hún rauf líka belgina hjá mér þar sem vatnið var aldrei búið að fara. Það kom svona smá gusa af vatni, ekkert svakalegt fannst okkur Leifi. Drippið og belgrofið urðu til að spítta hlutunum aðeins upp og ég vaknaði aðeins við að undarleg þrýstingstilfinning kom upp hjá mér. Rannveig sagði mér þá að útvíkkuninni væri lokið og núna gæti ég farið að rembast. Þá var klukkan rúmlega 5 og þessi tími,
frá rúmlega 5 og til kl. 5:47 er tvímælalaust merkilegasti tími sem ég hef upplifað so far.
Það var alveg ótrúleg tilfinning að finna að barnið var í alvörunni að leggja af stað niður fæðingarveginn og að koma út. Ég lá á hægri hliðinni alla fæðinguna og Leifur hélt vinstri fætinum hjá mér uppi með fyrirmæli frá Rannveigu um að þrýsta hnénu hjá mér að maganum við hvern rembing. Þetta fannst mér alveg fínasta fyrirkomulag, ég var orðin svo þreytt að ég hafði ekki orku í að gera neitt annað en að rembast og var því alveg svakalega þakklát að Leifur var þarna með mér allan
tímann og gat tekið svona mikinn þátt í fæðingunni.
Ég varð reyndar hrædd á tímabili um að þetta væri ekki að ganga, því hausinn á barninu stoppaði alltaf á lífbeininu á leiðinni út, það tók örugglega 6 eða 7 rembinga bara að komast fram hjá því. Ég varð pínu hrædd um að það þyrfti að skera eitthvað í mig til að barnið kæmist út :( En þetta fór allt vel, hausinn poppaði loksins fram hjá lífbeininu og byrjaði að koma út, það tók nú alveg jafn langan tíma og að komst fram hjá lífbeininu. En Leifur og Rannveig hjálpuðu mér að komast í
gegnum þetta, Rannveig með þrumandi fyrirmæli um það hvort ég ætti að vera að rembast og hversu mikið og Leifur með því að rembast með í hvert skipti og stýra fætinum hjá mér :)
Svo þegar hausinn kom út þá var bara eins og fiskabúr hefði gefið sig og það gusaðist út allt á einu andartaki, litla barnið okkar og legvatnið. Leifur þurfti alveg að hoppa frá rúminu til að bjarga sér og Rannveig rétt náði að grípa barnið sem var á flugferð á leiðinni út á gólf :D Og þá heyrðum við barnagrát, þann nýjasta í bænum. Það eru margir búnir að spyrja hvernig fyrsta tilfinningin hafi verið að vita að þetta var búið, hvort við hefðum grátið eða farið að hlæja og svona... En það kom eiginlega bara upp smá Beavis and Butthead móment hjá okkur Leifi, hvorugt
okkar virtist fatta að Rannveig var að tala við okkur þegar hún spurði hvort okkar vildi taka við henni. Eftir smá stund rétti ég fram hendurnar og tók hana í fangið á meðan Leifur fékk að klippa naflastrenginn. Og þegar það var búið áttuðum við okkur á því að við værum orðin 3 manna fjölskylda :)
Mæðraskoðunin
Ég fór í mæðraskoðun í morgun og var sett aftur í mónitor. Staðan er þannig að það eru ágætis samdrættir í gangi og skoðun leiddi í ljós að leghálsinn er að mýkjast. En eggjahvítan í þvagprufunni er búin að aukast aðeins meira þannig að ég fékk ströng fyrirmæli um að hvíla mig bara næstu 2 daga, eða þangað til á miðvikudaginn þegar ég á að mæta aftur í mæðraskoðun. Ef ég hef ekki farið sjálf af stað þegar þar að kemur verður tekin ákvörðun um það hvernig ég verði sett af stað. Þannig að símhringingar og sms um það hvernig gangi eru vinsamlegast afþökkuð í bili (þakka samt umhyggjuna sem allir eru að sýna :)
Ég sendi út "fréttatilkynningu" ef eitthvað gerist, en að öllum líkindum mun barnið koma í heiminn annað hvort á föstudaginn eða laugardaginn.
Gréta - sófakartafla skv. læknisráði.
41 vika
Ég er nokkuð viss um að ég byrjaði þennan dag á að andvarpa. 41 vika í dag og enþá 12 tímar eða meira á milli "hríða", eða með öðrum orðum: ekki baun að gerast! Mér var bæði illt í höndum og fótum undan bjúgnum og ég get svarið að augun í mér voru ekkert smá þrútin líka. Samt geri ég ekki annað þessa dagana en að hvíla mig finnst mér. Ég sef á nóttunni (vakna reyndar á 2 tíma fresti til að pissa) og legg mig svo alveg upp í 3 tíma á daginn líka. Ég fer að fá legusár :(
Systir hans Leifs kom heim frá Svíþjóð í gær þannig að við fórum upp í Reynihvamm í smá systkina-partý :) Það var mjög gaman. Hún kom með vagninn með sér sem verður sængurgjöf til okkar frá öllum systkinum Leifs. Hann er ekkert smá flottur :) Og svo er líka hægt að breyta honum í kerru.
Að öðru leiti er ekkert að frétta, barnið kemur alveg örugglega ekki í dag og sennilega ekki á morgun heldur. Ég fer í mæðraskoðun strax kl.8:30 á mánudaginn og læt í mér heyra þá hvernig staðan er :)
Gréta - byrjuð að mygla.
Öll trixin í bókinni
Ég er núna officially búin að gefast upp á því að reyna að koma fæðingunni af stað. Ég er búin að reyna allt frá göngutúrum yfir í massívar hreingerningar og það gerist bara ekki neitt!
Ég fór í mæðraskoðun í gær. Heilsan er nú aðeins að dala, það mældist einhver smá eggjahvíta í þvagi, örlítið hærri blóðþrýsingur en í síðustu viku og bjúgur. Saman geta öll þessi atriði verið vísbending um meðgöngueitrun eða fóstureitrun, sem hljómar nú ekkert svakalega vel sko... En Bobba sagði að þetta væri samt ekki það mikið að við þyrftum að hafa áhyggjur. Ég sagði henni líka að mér finndist eins og hreyfingarnar væru búnar að detta niður svo hún skellti mér í mónitor.
Mónitor er bara línurit frá nemum sem fylgjast með hjartslætti fóstursins og samdráttum í leginu mínu. Ég var nú pínu oggu poggu að vona að hún myndi lesa eitthvað úr línuritinu á þessa leið: "Já, það er ekki eftir neinu að bíða, við setjum þig bara í gang strax í fyrramálið! Þetta þolir enga bið lengur." En nei, nei, þetta var mjög "hamingjusamt línurit", merki um það að fóstrinu líði mjög vel og sé alveg eins og það á að vera. Well, það voru líka góðar fréttir :)
Það eina góða við þetta allt er að ég get mætt í skólann, einmitt í lokatímana þar sem kennararnir eru að tala um prófið og svona, alltaf gott að komast í þá tíma. Bumba er greinilega með gen frá báðum foreldrum, genin hans Leifs að mæta ekki á réttum tíma og genin mín að vera svona tillitsöm við mömmu sína og leyfa henni að klára skólann áður en hún kemur í heiminn :)
Gréta.
3 dagar...
Díses, komið þriðjudagskvöld og ekkert að gerast enþá.
Ég fór í göngutúr í gær og fyrradag til að reyna að koma einhverri hreyfingu á þessi mál en það eina sem ég hafði út úr göngutúrunum var mikil þreyta í mjóbakinu :( Reyndar held ég að ég sé byrjuð að fá smá grindagliðnun, alla vegana er mér alltaf illt í mjaðmasvæðinu þegar ég þarf að hreyfa mig eitthvað. En það er samt svo vægt að ég tek varla eftir því.
Svo er ég enþá kvefuð, stífluð upp í heila liggur við! Hundleiðinlegt. Boooooring, ekkert að ske í mínu lífi semsagt. Vonandi fer eitthvað að rofa til fljótlega.
Gréta.
40 vikur
40 vikur í dag og það gæti bara ekki verið minna að gerast :( Ég er komin með kvef, og vaknaði 5 sinnum í nótt til að pissa og sníta mér, ömurlegt. Ég svaf alveg til kl. hálf tólf í morgun, örugglega slappleiki út af þessu kvefi og næturbrölti.
Svo er ég alveg með verki í fótunum (sérstaklega þeim hægri) og nálardofa í höndunum annað slagið út af bjúgnum. Bjúgurinn er búinn að sjatna alveg pínu pínu lítið, Leifur kallar mig samt enþá Chief Big Foot (en það er indjánanafnið mitt til skiptis við Chief Slow Thoughts :) Ég held bara áfram í adúkí baununum og túnfífilstöflunum, ekkert annað að gera.
Í dag er stefnan sett á að klára skólaverkefnið og svo ef ég nenni, ætla ég kannski að fara í göngutúr í kringum tjörnina. Anna Lára var búin að benda mér á að góður göngutúr gæti komið hlutunum af stað, en akkúrat núna er bara svo leiðinlegt veður að ég nenni varla að labba út í bíl, hvað þá í kringum tjörnina!
Gréta - komin á tíma.
Adúkí baunir
Hey, hey :)
Fór í mæðraskoðun í gær. Legið mældist 1 cm minna heldur en síðast, það þýðir að barnið er búið að færast neðar í grindina sem aftur þýðir að það er farið að styttast í annan endann á þessari meðgöngu :) Allt fínt að frétta, blóðþrýstingurinn kominn upp í 125/80 sem er það mesta sem hefur mælst hjá mér - það telst samt ekki alvarlega hátt fyrir ólétta konu komna 9 mánuði á leið. Svo er bjúgurinn náttúrulega á sínum stað. Ég hringdi í Heilsuhúsið og spurði hvort það væri í lagi fyrir óléttar konur að taka eitthvað vatnslosandi og er núna að taka túnfífilstöflur og adúkí baunir til að reyna að slá á bjúginn.
Adúkí baunir eru svampar fyrir líkamann skv. Dr. Gillian McKeith (úr þáttunum You are what you eat). Það þarf að sjóða þær alveg í klukkutíma svo þær verði mjúkar undir tönn, þær lykta líka illa en góðu fréttirnar eru þær að það er bara ekkert bragð af þeim! Þannig að nú verður þessum baunum blandað út í alla kvöldrétti á þessu heimili þangað til bjúgurinn er farinn.
Ég var ekkert voðalega hress þegar Bobba ljósmóðir gaf mér tíma í mæðraskoðun aftur í næstu viku, m.a.s. ekki fyrr en á miðvikudaginn! Ég er gengin nákvæmlega 40 vikur á morgun, laugardag, og langar bara ekki baun í bala að vera enþá ólétt næsta miðvikudag :( *andvarp* En svona til að dreifa huganum þá keypti ég mér púsl í gær. Þetta er púslumynd af litlu englabarni. Þegar það er tilbúið verður myndin sett í ramma og hengd upp fyrir ofan barnarúmið. Lítill verndarengill settur á vaktina að vaka yfir litla krílinu :)
Gréta.
Allt rólegt enþá
Hér á Sóleyjargötunni er allt með kyrrum kjörum enþá. Reyndar eru svo svakalega mikil rólegheit í gangi að ég nenni ekki einu sinni að byrja á þessu eina skólaverkefni sem ég á eftir að gera... ætla að taka mér tak á morgun og líta á það.
Þrátt fyrir kulda og snjó þessa dagana er ég í alveg svakalegu sumarskapi :) Ég fór í neglur í gær og klippingu og strípur í dag, alveg svaka pæja! Leifur setti líka sumardekkin undir bílinn sl. föstudag... það er auðvitað ekki að því að spyrja að síðan þá hefur varla stytt upp snjókoman hérna í höfuðborginni, alveg dæmigert.
Jæja, það er kannski eitthvað pínu smá byrjað að gerast, ég finn svona einhvern seiðing í leginu yfir daginn, en mér skilst að það sé fullkomlega eðlilegt og ekkert til að stressa sig yfir. Það er ekki fyrr en maður getur varla andað og alls ekki svarað öðru fólki sem maður getur farið að huga að því að fara upp á spítala :)
Jæja, best að hlamma sér fyrir framan sjónvarpið!
Gréta.
Datt í hug að skella inn eins og einni mynd í tilefni dagsins :) Tilefnið er að í dag er 38. viku meðgöngunnar að ljúka, þ.e. á morgun verð ég gengin 39 vikur. Þessi mynd er nú reyndar tekin fyrir 2 vikum síðan, 36 vikna bumba þarna á ferðinni, en hún er svo sem ekki mikið stærri í dag.
Ég er að fara að heimsækja hana Boggu verðandi "skáfrænku" (gift bróður hans pabba). Hún ætlar að lána mér sæng og eitthvað af fötum. Svo förum við Leifur líka í dag að kíkja á bílstól. Alveg verið að leggja lokahönd á undirbúninginn á öllum vígstöðvum!
Fór í mæðraskoðun í gær. Allt gott að frétta, nema bjúgurinn, hann er auðvitað enþá á sínum stað :( En ég held að nýja matarplanið og regluleg hvíld sé alveg að hjálpa til. Passa mig á að hafa mikið af púðum undir fótunum hvenær sem færi gefst :)
Gréta - on the edge.