mánudagur, febrúar 28, 2005

Sónar

Hæ, hæ,

Það er ekki laust við það að ég sé dáldið mygluð í dag, var að horfa á Óskarinn alveg til 3:00 í nótt en vaknaði samt kl. 7:00 til að fara í vinnuna! En já, ég hlýt að lifa það af.

Við Leifur fórum saman í sónar í morgun. Það var verið að skoða hvort fylgjan væri enþá lágsæt hjá mér, en það er kallað svo þegar fylgjan er það neðarlega í leginu að hún er fyrir opinu (leggöngunum). Það skapar vandamál þegar kemur að fæðingu því barnið þarf að fæðast á undan fylgjunni til að engin hætta sé á að barnið hljóti skaða af, en eins og við vitum heldur fylgjan lífi í fóstrinu alveg þar til það er fætt. Góðu fréttirnar eru þær að fylgjan er ekki lengur lágsæt, komin langt upp á miðja bumbu þannig að það er alveg greið leið framundan fyrir Bumbu að koma í heiminn :)

Mæling á fóstrinu sýndi að það er núna orðið 10 merkur! Myndarbarn á leiðinni og hjúkrunarkonan sem var að skoða barnið sagði að það sýndi mjög góð þroskamerki. Bumba var á fullu að æfa öndunarhreyfingar og líka að hreyfa munninn, smjattaði og svona :) Þá verða fljótlega komnir tveir smjattpattar á heimilið... *sigh* Já, og svo er barnið líka komið í höfuðstöðu sem er mjög gott, þá þarf ekkert að vera að reyna að snúa því með handafli :)

Meira var það ekki í dag.
Gréta.

föstudagur, febrúar 25, 2005

Allt rólegt... eða þannig

Hæ, hæ :)

Voðalega er ég eitthvað slöpp í að skrifa hérna inn! Á morgun byrjar vika 34, jééé, allt að koma. Á mánudaginn fer ég svo í sónar! Juhú, hlakka geggjað til :) Meira um það þegar þar að kemur.

Það sem hefur verið að gerast þessa vikuna er að magavöðvafestingarnar eru við það að gefa sig! Alveg ógeðslega sárt, sérstaklega á kvöldin þegar magavöðvarnir eru kannski búnir að þurfa að vinna aðeins yfir daginn, þá er ég með svo mikla verki í sininni sem vöðvarnir tengjast allir í... eða tengjast þeir ekki allir í svona sin?? Æj, ég hef nú ekki lært mikið um mannslíkamann þannig, en þetta er alla vegana eitthvað sem liggur akkúrat í miðjunni upp frá lífbeini að solar plexusinu (miðjan á 6-packinu :)

Í gær var ég t.d. alveg á mörkunum að geta setið tíma í skólanum og þegar ég kom heim gekk ég um eins og tírætt gamalmenni með krippu á hæsta stigi :(
En mér líður ágætlega í dag :) sem betur fer.

Ég er semsagt orðin alveg official aumingi, var að skipta um á rúminu í gær og var bara við það að fá svimakast af áreynslu. Get líka ekki borið neitt lengur, Leifur býður náttúrulega fram vöðvana í að halda á öllu fyrir mig, ég bara eins og fín frú alltaf, þarf bara að halda á veskinu mínu :) Svo er ég líka farin að liggja óvenju mikið upp í sófa, er bara með púlsinn á öllum helstu framhaldsþáttum landsins þessa dagana, eitthvað sem ekki hefur tíðkast hjá mér hingað til.

Þetta er fínn tími! Það voru fullt af konum búnar að segja mér að síðustu vikurnar væru verstar, en blessunarlega hef ég sloppið svo vel við alla líkamlega verki tengda óléttu að mér finnst þetta bara lovelý :) Ég letihrúgast bara alla daga (mæti samt alveg í vinnu og skóla og svona) og það eru bara allir yfir sig ánægðir með það!

Æði, en það verður nú sennilega dáldið snarleg breyting á þessu líferni mínu þegar það verður kominn lítill strumpur á heimilið :) Held að ég sé bara farin að hlakka til.

Gréta.

mánudagur, febrúar 21, 2005

Góður sunnudagur :)

Það er ekki hægt að segja annað en að dagurinn í gær hafi verið minn dagur frá A-Ö :)

Ég átti afmæli og það var konudagurinn. Leifur keypti handa mér hjúts blómvönd, alveg æði. Svo hélt ég afmæliskaffi fyrir vini og vandamenn og það kom alveg strolla af fólki allan daginn. Reyndar kom svo mikið að fólki að ég þurfti að skipta boðinu niður í fyrri og seinni helming. Fyrri helmingurinn var fjölskyldan mín, mjög rólegt og settlegt boð á milli kl.14 og 16. Seinni helmingurinn var (kjarna)fjölskyldan hans Leifs sem mætti eins og stormsveipur á svæðið seinni partinn og tjúttaði húsið vel upp, 18 manns og þá erum við ekki einu sinni að tala um fulla mætingu því Una og fjölskylda eru náttúrulega úti í Svíþjóð :) Sem betur fer var Elísa á svæðinu og hjálpaði mér því Leifur brann yfir í uppvaskinu og flúði úr eldhúsinu. Næst munum við hafa vit á því að vera með pappadiska...

Ég fékk alveg æðislega flott armband frá the in-laws, veit ekki alveg hvað það heitir en það er svona handsmíðað silfurarmband með altarismyndum á. Fékk líka mjög fallegt frá Elísu og Þóru í kaffistells-safnið mitt og föt frá Leifi og fullt af blómum og bók og fleira, ég hef bara ekki átt svona stórt afmæli frá því ég var lítil :)

Svo um kvöldið bauð Leifur mér á Argentínu steikhús, mátti nú ekkert minna vera! Ég var alveg Big time Happy Bunny eftir allt þetta :)

Gréta.

föstudagur, febrúar 18, 2005

Happy birthday girl!

Til hamingju með daginn Elísa mín :)

Ég held að þetta eigi eftir að verða gott ár fyrir þig sweetie, alla vegana er mjög bjart yfir fyrsta degi 25. aldursársins, það vottaði bara fyrir sólarupprás í morgun þegar ég fór í skólann! Það er eitthvað við fyrstu sólarupprás komandi vors sem fær mann til að fara í gott skap og verða yfirmáta bjartsýnn á framtíðina. Ég hlakka til í kvöld, þá verður ammæli hjá okkur stelpunum, ég er búin að baka köku og allt, á bara eftir að græja pínu smá og þá er allt ready :)

Annars þá fór ég í mæðraskoðun í gær, allt fínt að frétta, nema að Bobba gat ekki fundið út hvernig barnið liggur, en það fer samt ekki að verða vandamál fyrr en við 36. viku, en þá á barnið helst af öllu að vera komið í höfuðstöðu. Ef svo er ekki þarf að fara að reyna að snúa því með handafli :( Hljómar ekkert voðalega spennó... svo allir sem einn að krossleggja fingur um að blessað barnið fari nú að snúa sér!

Ég hef nú samt mínar grunsemdir um að það snúi alveg rétt, alla vegana finnst mér vera óvenju mikill þrýstingur upp undir rifbeinin þessa dagana :)

Gréta.

mánudagur, febrúar 14, 2005

Valentínus í dag :)

Hæ, hæ,

gaman í dag því það er Valentínusardagurinn! Mér er alveg sama þó það sé einhver bandarískur siður, mér finnst aldrei of margir dagar í árinu sem hægt er að helga ástinni. Eftir allt þá er gott samband ekkert sjálfsagður hlutur :) En það verður nú samt sennilega lítið um gjafir hjá okkur Leifi í ár. Ég ætlaði að kaupa þvílíkt krúttó "Love you forever" nærbuxur handa honum í gær en það var ekki heimild á Svarta kortinu :( Total bömmer. Svo fær Leifur ekki útborgað fyrr en á morgun þannig að hann er dead brók líka, svo við ákváðum á skyndi-fjölskyldufundi í gær að fresta bara Valentínusardeginum okkar fram á næstu helgi. Þá á ég líka ammæli! Jei, vonandi getum við gert eitthvað skemmtilegt þá. Kannski maður ætti að halda afmælisveislu...? Æj, ég sé til, ekkert hægt að djamma eitthvað feitt þegar maður er komin 7 mánuði á leið.

Annars þá er það helst að frétta með óléttuna að ég er hætt að borða nammi. Eða svona, já, ekkert heilagt sko, fékk mér t.d. eina kleinu í gær, en það sem ég er að meina er að ég passa mig miklu meira núna en ég hef gert alla meðgönguna hingað til. Ástæðan er aðallega sú að ég er farin að borða minna en áður og ég vill bara að það sem þó fer inn sé að gera eitthvað gagn og nammi gerir ekki mikið gagn fyrir líkamann. Ég held í alvörunni að ég sé komin undir 2000 kcal á dag í neyslu, eða alla vegana finnst mér ég skrifa voðalega lítið í matardagbókina mína, kannski ég prófi að reikna út kaloríurnar við tækifæri. Mig minnir að óléttar konur eigi að reyna að vera í kringum 2200 kcal á dag, man það samt ekki alveg, en ég er eiginlega alveg viss um að ég er ekki að ná því :( Jæja, vona bara að eitthvað af þessum 16 auka-óléttukílóum geti farið í að dekka það sem upp á vantar :)

Jæja, best að koma sér í vinnuna,
bæjó!

fimmtudagur, febrúar 10, 2005

7 mánuðir

Vííí, 7 mánuðir komnir núna :)

...eða svona miðað við það að ég er sett 9. apríl þá er það svona ca. núna sem ég er komin 7 mánuði á leið. Það er þannig séð ekkert að frétta, Bumba heldur áfram að dansa á hverjum degi (er að senda mér einhver mors-merki akkúrat núna á meðan ég er að skrifa, biður sennilega að heilsa bara :), ég er orðin 74 kg. og hef ekki þorað að mæla á mér magann síðan ég varð 100 cm. Þetta þýðir að ég er búin að þyngjast um 16 kg. Svo miðað við statistics þá á Bumba eftir að bæta á sig 2 kg. áður en að fæðingu kemur en á móti gæti ég lent í því að léttast pínu þar sem ég get orðið ekkert borðað vegna plássleysis innvortis. Þannig að... Bobba ljósmóðir sagði mér samt að búast við heildarþyngdaraukningu upp á ca. 18 kg. I don't care þannig séð, ég hélt að ég myndi fara alveg upp í 20 kg!

Alla vegana er það þannig að á meðan ég er ekki með óléttuvandamál eins og flökurleika, lystarleysi og króníska þreytu þá finnst mér bara fínt ástand á mér, sama hvað þyngdinni líður :) Auðvitað segir þyngdin samt aðeins til sín, ég get voða lítið orðið hreyft mig, fer í fislétta göngutúra í WorldClass þegar ég mæti og get eiginlega ekkert teygt eftir á út af bumbunni og svo eru greinilega einhver losunarhormón farin í gang því ég held að ég sé við það að fara úr mjaðmalið á hverjum degi, sérstaklega þegar ég þarf að klæða mig í skóna, það er orðið alveg 10 mínútna prógram að gera það :)

Gréta - the Dancing Bumb

mánudagur, febrúar 07, 2005

Lítill hæll

Hæ aftur!

Verð bara að bæta því við að ég fann fyrir litlum hæl núna áðan. Í fyrsta skipti sem ég finn svoleiðis :) Ekkert smá fyndið að það kom svona pínu kúla út til hliðar á stóru kúlunni. Ég fór auðvitað eitthvað að pota í litlu kúluna til að athuga hvað þetta væri og þá fann ég bara að þetta var ilin á Bumbu og hún kippti að sér fætinum eins og ég hefði kítlað hana aðeins.

Ótrúlega gaman! En já, það eru nú samt 2 kg og 10 cm í að Bumba sé tilbúin að koma í heiminn þannig að það er best að reyna að halda ró sinni yfir þessum málum enn um sinn...

Gréta.

100 cm markinu náð

Hæ, hæ,

jæja, það gerðist um helgina, ég náði 100 cm stærð þar sem mest er yfir bumbuna! Jé, officially orðin ofur-bumba. Ég er farin að fá smá sjokk þegar ég lít í spegil þessa dagana, þetta er alveg crazy ástand. Samt er ég nú ekkert byrjuð að slitna enþá (7, 9, 13...). En ef það á að gerast, þá hlýtur það sko að fara að gerast á næstunni, vona bara það besta, eða öllu heldur það minnsta :)

Ég er líka farin að reka bumbuna í allt, sérstaklega þegar ég er að versla í matinn, ætla að labba að kjötborðinu eða eitthvað og bara *bonk*, stoppa alveg lengst frá borðinu. Og svo þegar ég er að bursta tennurnar á kvöldin, þá þarf ég að lyfta bumbunni aðeins upp og láta hana hvíla á vaskinum :D alveg lovelý. Verð samt að viðurkenna að ég er secretly farin að vona að barnið komi aðeins fyrir tímann, t.d. við 38 vikna markið sem telst nú hvort sem er alveg full meðganga :) Líka miðað við öll spörkin, þá finnst mér eins og frk. Bumbu liggi dáldið á að komast út :)

Annars er lífið bara rólegt þessa dagana, reyni að hvíla mig vel um helgar og Leifur er alveg í bullandi yfirvinnu við að nudda á mér bakið, táslurnar og Bumbu alla daga og stjana við mig á allan hátt, alveg yndislegt :)

Gréta.

miðvikudagur, febrúar 02, 2005

Nýtt óléttuvandamál

Það er dáldið greinilegt að bumban er að stækka all svakalega þessa dagana. Ég var að borða kex í gær og tók eftir því þegar ég var búin að það var svona hálft kexið hvílandi framan á mér :þ Eitthvað sem ekki hefur verið vandamál hjá mér áður... svo var annað, tók eftir því þegar ég sat við sjónvarpið um daginn að bumban á mér hvíldi út á miðjum lærum! Shitt, hvað það var eitthvað skrítið. Og ég sem er rétt komin 30 vikur á leið, mér er alveg steinhætt að lítast á blikuna.

Svo er nú 7 mánaða markið að nálgast, nákvæmlega vika í það núna. Spurning hvort ég fari að fara að hvíla mig á því að mæta í gymmið. Ég fór áðan og var á skíðatækinu í 40 mín. Þetta var svo máttlaust hjá mér að tækið fór hvað eftir annað á pásu (sem gerist ef maður fer svo hægt að tækið er við það að vera stopp). Og svo gekk ekki neitt að teygja eftir á, bumban var alls staðar fyrir, alveg sama hvaða teygju ég tók :(

*Andvarp* jæja, ætli maður þurfi ekki að fara að kíkja aðeins í bók svona til hátíðarbrigða. Fyrst ég er nú einu sinni skráð í skólann og svona :)

Bæ, bæ,
Gréta.