mánudagur, janúar 31, 2005

Svekkelsi ársins

Jaman, bara kominn mánudagur already :) Alltaf gaman að vera mætt hress og kát í vinnuna á mánudagsmorgni (þetta er ekki kaldhæðni, mér finnst mánudagar mjög góðir dagar... af einhverjum yfirnáttúrulegum ástæðum sem enginn skilur).

En já, svekkelsi ársins var núna á laugardaginn :( Þannig er að Leifur var skráður til leiks í íslandsmeistaramótinu í bekkpressu en svo fór bara allt í steik og hann mátti ekki keppa. Ástæðan? Hann mætti 10 mín. eftir að vigtun keppenda lauk og var því fallinn úr keppni. Ég tók auðvitað upp hanskann fyrir minn mann og hundskammaði yfirdómarann, hvurslags skipulagsleysi þetta væri eiginlega á þessari keppni. Það stóð nú ekkert um þessa keppni yfirhöfuð á www.kraft.is þar sem skráning fór fram, ekki einu sinni hvenær mótið sjálft ætti að byrja, hvað þá kl. hvað vigtun væri! Þá var hann bara eitthvað "já, menn eiga nú að vita svona..." Vita svona!? Afhverju er það eitthvað sjálfsagt að menn sem eru að keppa í fyrsta skipti "viti bara eitthvað svona". Þá fór hann nú eitthvað að bakka með þetta og ætlaði kannski að gefa Leifi sjéns því það munaði bara 10 mínútum en þá kom einhver annar dómari og sagði að þetta væri of seint, auk þess sem Leifur á ekki spandex galla sem allir keppendur þurfa víst að vera í ... *andvarp*

Nú, auðvitað vorum við hundsvekkt yfir þessu, Leifur búinn að vera að undirbúa sig í 3 vikur undir þetta og svo bara eitthvað svona
f?%&ing shit sem veldur því að hann fékk ekki að keppa :( Lummó. En jæja, við reynum bara að redda spandexgalla fyrir næsta ár og vita hvenær við eigum að mæta, tala nú ekki um ef skipuleggendur mótsins láta svo lítið að setja inn á síðuna hvenær menn eiga að mæta, þá ættum við að rúlla þessu upp :)

Luv,
Gréta.

föstudagur, janúar 28, 2005

Gaman í gær :)

Dagurinn í gær var alveg einstaklega vel heppnaður. Ég reyndi nú að myndast við að taka aðeins til heima áður en stelpurnar kæmu í heimsókn. Það tók svo á að skúra alla þessa 10 fermetra heima sem ekki eru teppalagðir að ég þurfti að leggja mig í klukkutíma áður en ég gat haldið áfram með daginn :þ

Svo eldaði ég hinn eina sanna kjúlla a la Siggi, réttur sem getur bara ekki klikkað, no matter what. Hann er líka ódýr sem skemmir nú ekki. Þetta er uppskriftin ef einhver vill prófa:

1 bakki kjúllabitar
1 flaska BBQ sósa
1-2 msk. appelsínumarmelaði
1-2 msk. púðursykur
4-5 msk. soyjasósa

Öllu blandað saman í eldfast mót og kjúllabitunum komið fyrir í bakkanum og látnir baða sig í sósunni inn í ofni í ca. 60 mín við ca. 150°C. Annars er ofninn heima eitthvað snarklikkaður, ekki með blæstri og ég hef mínar grunsemdir um að hann sé hátt í 200°C þegar ég er með hann stilltan á 150°C... En já, þetta er bara svona. Svo er líka æði að sjóða hrísgrjón og hella svo soðinu sem verður eftir yfir grjónin og nota með sem sósu (Sósan er dáldið slísí í lúkkinu, marmelaðið býr til skemmtilega kekki í hana og svona, þess vegna er best að hella henni bara saman við grjónin).

Svo var slátrað eins og einni skúffuköku frá Myllunni með nóóóóg af rjóma *slurp* Maður fann bara fyrir auknum æðaþrengslum eftir kvöldið... En já, kvöldið endaði svo með því að Leifur bauð mér í bíó á Elektra sem er alveg SKELFILEGA léleg mynd. SHITT hvað hún er slöpp, sem betur fer voru þetta boðsmiðar, ég hefði farið að gráta ef við hefðum í alvörunni borgað okkur inn á myndina. Myndin er jafn slöpp og aðalleikkonan er sexý. Maður sá eftir svefninum sem maður var að missa þarna undir lokin (við fórum nefninlega á 10 sýningu og komum þá heim um kl.00.30). En jæja, svona er þetta :)

Lovelý, loksins að koma helgi, það verður spennó að sjá Idolið í kvöld!

Bæjóz,
Gréta.

þriðjudagur, janúar 25, 2005

Blóðprufan mikla afstaðin

Það er ekki laust við að ég hálf skammist mín fyrir að setja þetta á netið. Allt kom mjög vel út í mæðraskoðuninni í gær :) Topp einkunn sem ég fékk hjá henni Bobbu ljósmóður. En varðandi blóðprufuna, þá var þetta nú bara þannig að hún stakk smá gat á einn putta og kreisti út einn blóðdropa til að athuga með járnið... *sigh* allt þetta stress fyrir þennan eina dropa! ómægot... jæja, ég er nú ekki með fóbíu fyrir svoleiðis, en Leifur var samt á hliðarlínunni tilbúinn að grípa mig ef það skildi líða yfir mig :)

En já, Þóra og Elísa, það er kominn tími á girly-night. Heima hjá mér næsta fimmtudag kl.18.00 sharp! ekkert 6-ish eitthvað, ég verð með mat og fínerí. Fyrst kjúlla í dýrindis BBQ-appelsínusósu með brúnum grjónum og grænmeti. Og svo þegar við erum búnar að vera duglegar í hollustunni þá hristi ég fram úr erminni eitthvað djúsí, rjóma fyrir Elísu, salt fyrir Þóru og súkkó fyrir mig :) *slurp* It's gonna be GREAT!

Gréta.

mánudagur, janúar 24, 2005

Enn ein mæðraskoðunin

Hæ, hæ,

enn ein mæðraskoðunin á dagskrá í dag. Hlakka svo ekki til, þarf að fara í blóðprufu
:( Hræðilegt, ég er nefninlega með fóbíu. En Leifur kemur með til að halda í höndina á mér þannig að ég lifi þetta vonandi af...

Já, ég er semsagt komin 29v2d í dag, tími til að tjékka járnstatusinn og svona.
*Andvarp + smá hrollur* ég get svarið það, mig kvíður svo fyrir þessu blóðprufudæmi að ég gat ekki sofnað fyrr en um hálf tvö í nótt og vaknaði svona 3-4 sinnum í nótt.

En jæja, ég var nú að stelast til að setja inn þetta blogg í vinnunni, ætla ekki að svindla meira í dag :)

Túdles,
Gréta.

sunnudagur, janúar 23, 2005

Óléttusagan so far...

Þetta er pínu langur texti, en alls ekki leiðinlegur. Bara smá update á það hvernig undanfarnar 29 vikur hafa verið hjá mér, eða síðan ég varð ólétt :)

Here goes:

Ég byrjaði svosem ekkert að finna nein óléttueinkenni fyrr en eftir að ég vissi að ég væri ólétt. Velti því stundum fyrir mér hvort einkennin hefðu látið á sér standa ef ég hefði ekki vitað hvað væri í gangi, efast samt um það :)

Man að ég var einmitt í cutdowni þessar fyrstu vikur, fyrir Flórida ferðina okkar Leifs. Díses, hvað ég hef aldrei séð matarplan fara fyrir lítið á jafn stuttum tíma... bókstaflega ALLT varð til þess að ég yrði sjóveik og missti matarlystina. Þetta var svona "quick shift from low-carb-high-protein to low-carb-plain-sugar diet". Jey, í kjölfarið algjört orkufall og svefn í lágmark 16 tíma á sólarhring.

Svo kom Flórídaferðin, 7 vikur inn í óléttuna, einmitt viðkvæmasti tíminn. Just my luck. Til að gera langa sögu stutta þá þarf mjög lítið til að óléttar konur ofhitni og það að vera stödd í hitabylgju í Orlando í miðjum ágúst var meira en ég þoldi með góðu móti. Var eins og frönsk kartafla sem hefur verið hituð upp í örbylgjuofni alla dagana. Gátum líka ekki gert allt sem við höfðum planað, eins og að fara á djammið í Downtown Disney, bömmer.

Eftir að við komum heim byrjaði skólinn, og ég hef aldrei upplifað jafn mikil átök við að koma mér í skólann, ekkert eðlilega erfitt að eiga að vera mætt í eitthvern tíma kl. 8:15, og ég sem var alltaf svo mikil A manneskja, ekki meira en 2 mánuðir síðan ég vaknaði án vekjaraklukku kl. 5:50 til að fara í gymmið að hlaupa! Ég upplifði mig sem algjört failure.

Í 12. viku urðu breytingar, sem betur fer :) Fór í sónar og fékk að sjá Mallakút í fullu fjöri, byrjaði líka að vinna hjá Deloitte í sömu viku. Var að farast úr stressi um að fyrirtækið myndi hætta við að ráða mig fyrst ég væri orðin ólétt, en það reyndist ekki vera neitt mál, æði. Í þessari viku byrjaði ég líka að fara aftur í gymmið, eftir 3 mánaða aðgerðaleysi. *Sigh* gafst upp eftir 12 mínútur á "hlaupabrettinu" á 3,5 km/klst hraða, held að það sé ca. gönguhraði 2 ára barns...

Fram að 16. viku þótti mér bara nokkuð gott að ná að fara 2-3 í viku í gymmið, en það er svipað oft og ég mætti þegar ég var off-season fyrir óléttuna. Matarræðið var enþá all hrikalegt, svona frá sjónarhóli fitness-fans, en mér var eiginlega alveg sama. Reyndi bara að borða jafn mikið hollt líka og ekki gleyma prenatal vítamínunum. Þetta varð auðvitað til þess að ég þyngdist mjög hratt, búin að bæta á mig 6 kg. eftir fyrstu 4 mánuðina. Ég upplifði mig voðalega feita á þessu tímabili og reyndi að fela það sem þó sást.

Í 16.-20. viku reyndi ég eftir megni að mæta ekki sjaldnar en 4 sinnum í viku í gymmið, en með hverri vikunni sem leið breyttist æfingaáætlunin mín. Hugmyndin var að taka léttar alhliðaæfingar með lóðum, svona til að halda grunnstyrk og formi, en sökum hormóna þá voru öll liðamót bara við það að gefa sig, svo það var blásið á lóðin hið snarasta og bara farið í tækin. Svo endar sennilega með því að það eina sem ég geri er að fara á bretti / skíðatæki og gera óléttuyoga, en það er allt í lagi.

Keypti mér sko óléttuyoga myndband úti í Flórida, ægilega ánægð með þetta allt saman. Það eru 3 konur að sýna, hver á sínum þriðjungnum í meðgöngunni, svo maður getur auðveldlega aðlagað æfingarnar að stærð bumbunnar. Man hvað þetta var nú ekkert að ganga upp hjá mér fyrst þegar ég fór í gegnum spóluna; allar konurnar stóðu þarna tignarlega í stríðsmanninum og þulan talaði um það seiðkenndri röddu að maður ætti að anda djúpt og opna brjóstið og "finna slökunina og tenginguna við the growing baby inside". Ég var í andnauð og svitakasti á stofugólfinu og við það að fara úr mjaðmalið af áreynslu við að halda mér í stöðunni... komst svona 20 mínútur inn í æfingarnar af 40.

Eftir 20 vikna meðgöngu ákvað ég að nú gengi ekki svona óheft matarræði lengur, búin að þyngjast alveg um kíló á viku sl. mánuð, ekki að það sé af hinu illa, held það hafi nú meirihlutinn alveg farið í barnið, en það sem ég er að meina er hollustan. Ég var löngu hætt að finna fyrir ógleði og það að fá sér nammi á hverjum einasta degi var bara orðinn ávani, sem var svo EKKI auðvelt að losna við :(

Ókey, við 24 vikna markið hafði nú aðeins hægst á þyngdaraukningunni, "ekki nema" 70 kg. þann 18. desember... *sigh* og jólin rétt að byrja :S Svo kom smá óléttubömmer rétt fyrir jólin þegar bæði Þórey og Anna Lára áttu sín kríli, þá var ég eitthvað bara í svona Palli-var-einn-í-heiminum-ólétt-alveg-fram-yfir-páska fíling! :S Og ekki bætti úr skák konur sem hrópuðu upp yfir sig þegar ég sagði þeim með stolti að ég væri komin rúma 5 mánuði á leið: "Jesús minn hvað þú ert myndarleg miðað við að vera bara komin 5 mánuði á leið!" Ókey, 2 orð hérna, "myndarleg", algjörlega annað orð yfir búrhveli og "BARA", mér finnst rúmir 5 mánuðir bara alveg ótrúlegt þrekvirki og finnst ég vera búin að vera ólétt forever hreinlega, ekkert eitthvað BARA með það. Er að spá í að fara að hætta að telja vikurnar upp á við og fara að telja niður á við núna. "15 vikur eftir"... hljómar það ekki betur en "komin 25 vikur á leið"? Og já, eitt í viðbót, alveg eins og ég hafði spáð fyrir um þá var æfingaplanið komið niður í eingöngu skíðatæki í 30-40 mín og svo teygjur. Kannski svona til hátíðarbrigða einu sinni í viku eða sjaldnar sem ég reyndi að bjarga því sem bjargað verður með þessa vaxandi bingóvöðva á former tricep svæðinu mínu :(

28 vikur þann 15. janúar. Juhú! Ekki nema 12 vikur eftir. Man hvað mér fannst ég vera komin langt á leið þegar ég var bara gengin 12 vikur... back in the days hreinlega. 28 vikur = 6 1/2 mánuður. Þetta var góður tímapunktur að tvennu leyti: #1 ég var loksins orðin alveg sátt og já, bara ánægð með það að vera ólétt. Hætt að fá áfall þegar ég leit í spegil yfir þessari bumbu og geng um með hana af miklu stolti en er ekki að velkja mér upp úr því hvernig ég gæti litið út ef ég væri ekki ólétt og að æfa á fullu. #2 farið að ganga miklu betur með matarræðið heldur en fyrstu 2 þriðjungana af meðgöngunni (ekki seinna vænna) eftir að ég fór að halda matardagbókina aftur :) Ég sé það reyndar núna þegar ég lít yfir gagnaskráninguna mína að þyngdaraukningin hefur verið að meðaltali 2 kg. á hverjum 4 vikum sem mér finnst svo sem ekkert hræðilegt, en þetta kom í kippum á tímabili, það var mjög óþægilegt, miklir vaxtarverkir og álag á bumbuna að þyngjast mjög hratt.

Nú er ég komin ca. 29 vikur og það gengur allt rosa vel :) Bloggin verða aðeins styttri og jafnari eftir þessa romsu. Fylgist með!

Gréta.