mánudagur, janúar 23, 2006

Bloggið hætt

...í bili að minnsta kosti :) Ég hef ákveðið að hætta með bloggið, svona fram að næstu óléttu alla vegana. Fólki sem les þetta blogg og hefur áhuga á að vita hvað fer fram í mínu lífi er meira en velkomið að slá á þráðinn í staðinn, ég tala nú ekki um að kíkja í heimsókn eða bjóða mér í some cup of tea :)

Bið að heilsa!
Gréta.

mánudagur, janúar 16, 2006

Frosnar miðbæjarrottur

Það hlaut að koma að því, ég datt í veikindi núna yfir helgina og er frá vinnu í dag :( Ég hef ekki orðið veik svona lengi síðan... tja, '93 örugglega. Yfirleitt er það þannig þegar ég fæ flensu að það gengur yfir á 24-36 klst., en endist ekki í fleiri fleiri daga :( vörusvik. María Rún er enþá að fá sín brjálæðislegu hóstköst á næturna, þannig að hún er líka heima. Erum hérna saman að slappleikast í dag, mæðgurnar.

Það ætti að banna einfalt gler í gluggum, hitastigið í stofunni hjá okkur er svona 14-15°C! Þetta er bara rugl. Svo er maður að leyfa barninu að skríða um á gólfinu þar sem mesti kuldinn er, ekki furða að hún nái sér ekki upp úr þessu kvefi. Ég get ekki beðið eftir því að flytja, en það er einmitt Escape-2006-plan í gangi núna, stefnum á að flytja á þessu ári, þó það verði kannski ekki fyrr en seint á árinu.

Þessar kennaratuðrur í Háskólanum eru ekki enn búnir að skila einkunnunum. Fresturinn hjá þeim til þess rann út núna á laugardaginn. Ég er búin að fá miða frá bankanum þar sem mér er hátíðlega tilkynnt að yfirdrátturinn á LÍN reikningnum mínum falli niður núna næsta föstudag. Great. Þetta námsmannalíf sko, alveg ömurlegt.

Eini ljósi punkturinn í tilverunni þessa dagana er að það er komin ný bumba! Ekki hjá mér sko, en ein stelpa sem ég þekki var að fá langþráð jákvætt svar af óléttuprufu núna á föstudaginn :) Þetta er sko eiginlega enþá leyndó svo ég ætla ekki að segja hver þetta er.

Enívei, ætla að fara að leggja mig aðeins, maður þarf að vera duglegur að lúlla þegar maður er lasinn :)

Gréta - mygluð upp fyrir haus.

föstudagur, janúar 13, 2006

Týpískur janúar

Það gæti ekki verið meiri janúar akkúrat þessa dagana, enda mánuðurinn hálfnaður (vá, mér finnst áramótin rétt nýbúin). Sem minnir mig á það, þarf seriously að fara að taka niður jólaskrautið! :D

Þegar maður fer í World Class þessa dagana er eins gott að taka þrúgurnar með, maður telst heppinn ef maður fær stæði fyrir utan Laugardalshöllina, hvað þá nær en það. Svo var ég passlega búin að posta bloggið mitt núna á miðvikudaginn, þá hringir dagmamman og tilkynnir mér það að María sé of slöpp til að vera í pössun *sigh*. Svo ég var heima í gær með veikt barn. Ætlaði að vera svakalega dugleg og læra. Las fyrsta kaflann í bókinni og glósaði hann samviskusamlega niður... sá þá að ég hafði nóterað hjá mér að fyrsti kaflinn væri ekki til prófs. Drasl.

Svo í morgun þurftum við að skafa, örugglega ekki eina fólkið í bænum sem þurfti þess. Geggjað stuð. Það er einmitt á svona dögum sem ég man eftir því að það væri gott að eiga inniskó hérna í vinnunni. Ég verð hundblaut í lappirnar ef ég fer í strigaskó og ekki nenni ég að vera innandyra í gönguskóm allan daginn. Neibb, það verður kíkt á inniskó um helgina. Þetta er líka ekki sérlega góður tími til að vera á Lexus, hann er nú ekki hár í loftinu, bara það að skipta um akrein á Miklubrautinni (sem þó er nú skafin alveg í botn) er heljarinnar athöfn og maður lofar guð fyrir það að hafa ekki snúist í þrjá hringi á meðan á athöfninni stóð. En þetta er auðvitað klassa bíll, ég er með "snow" takka og "track" takka og eitthvað svona flott, þannig að bíllinn réttir sig af sjálfur ef maður byrjar að renna. Mega!

Svo kom ég í vinnuna og ætlaði að leggja í stæði (sem auðvitað var ekki búið að skafa). Bíllinn dó næstum því, heyrðist bara *HHHNNNNGGG* rembingur í vélinni, ég bakkaði og setti í lága drifið, aftur *HHHNNNNGGG* og einhver skrítin lykt! Dear god, ég bakkaði út og lagði einhvers staðar út í r**sgati þar sem búið var að troða af öðrum bíl... og varð enþá blautari í lappirnar við að þramma inn í hús.

Gaman að þessu, ég elska föstudaga, sérstaklega þegar það er föstudagurinn 13. því þá fær Leifur útborgað tveimur dögum fyrr en venjulega því 15. er á sunnudegi :D

Algjört æði.
Gréta - í föstudagsfýlíng.

miðvikudagur, janúar 11, 2006

Back 2 school

Jæja, verkefnin byrjuð að hlaðast upp. Skólinn hóf aftur störf núna á mánudaginn. Ég er svo ánægð að ég get varla lýst því. Ekkert yfir skólanum þannig, heldur bara því að fagið sem ég er í núna er einmitt fag sem ég sat síðasta vor en tók svo aldrei lokapróf í vegna barnsburðar. Engu að síður var ég svakalega dugleg að glósa allt og gera öll verkefni eða amk. redda lausnum af þeim til samanburðar og svona, allt til þess að auðvelda mér vinnuna þessa önn.

En svo eftir síðasta vormisseri hætti kennarinn og nýr kom í staðinn og kenndi námskeiðið aftur núna fyrir jól. Og sú manneskja breytti námskeiðinu algjörlega, ný bók, ný tækni, ný verkefni...
semsagt allt mitt starf unnið fyrir bý :( En svo, sem betur fer fyrir mig, fann nýji kennarinn sig ekki í þessu fagi og hætti og sá sem tók við núna ákvað að hafa námskeiðið bara eins og það var síðasta vor, sama bókin! :D víííí.

Já, hvað meira er að frétta? María Rún er stífluð aftur fyrir hnakka, ég lét hana vera heima í gær, hélt hún væri að detta í veikindi, en það slapp. Ég var sjálf frekar úldin í morgun og varla að nenna í vinnuna en svo er ég í svo skemmtilegu verkefni (er að vinna í stera-Excel kerfinu) að klukkan er bara allt í einu orðin 2! Jéss, geggjað :) Ætla að drífa mig í gymmið á eftir.

Svo er komið að skírn hjá Sigga bró. Hann stakk upp á því að gera vopnahlé á nammibannskeppninni á meðan á skírnarveislunni stendur... *pff* aumingjaskapur er þetta. En af því að þetta er nú barnið hans sem er verið að skíra er kannski dáldið lummó að hann fái sér ekki einu sinni smakk af skírnartertunni. Svo það verða einhverjar smá tilslakanir þennan dag.

Ég er ekki enþá búin að fá einkunnir fyrir þessi 2 próf sem ég tók fyrir jól. Mér finnst þetta vera full langur tími sem kennarar hafa til að skila inn einkunnum. Ég meina, við vorum ekki einu sinni 20 í hvoru námskeiði fyrir sig! Ég myndi kannski sýna smá skilning ef þetta væri fyrsta árs fag sem 167 nemendur væru skráðir í. Ég fæ engan pening frá LÍN á meðan einkunnir liggja ekki fyrir og einhverjum kennurum í HÍ gæti náttúrulega ekki verið meira sama, ekki það að ég þurfi að borga leigu, dagmömmu, mat og bensín, nei, nei, mig langar bara svo mikið á útsölurnar! (not).

Gréta - þarf að losa um smá pirring.

fimmtudagur, janúar 05, 2006

Minn versti ótti

varð að veruleika í dag: botninn pompaði niður úr rúminu hjá Maríu og hún datt niður á gólf :( Það voru bara 3 pinnar af 4 í rúminu (sem botninn hvílir ofan á) og svo var hún eitthvað að hnoðast í rúminu og fór alveg út í það horn sem pinnan vantaði í. Þá hvolfdist botninn og ég heyrði allt í einu alveg ægilegan grátur. Sem betur fer held ég að þetta hafi meira verið mér-brá-ógeðslega-mikið-grátur, frekar en að hún hafi meitt sig mjög mikið. Hún hætti alveg fljótlega að gráta eftir að ég tók hana upp. Eitt bágt á nebbann.

Svo síðar um kvöldið, eftir bað, graut og pela, var hún að dunda sér á gólfinu að rífa niður auglýsingapappír og veifa honum eitthvað. Missir hún þá ekki jafnvægið og skellur aftur fyrir sig. Það var alveg hræðilegt í svona 2 mínútur en jafnaði sig svo líka fljótt. Eitt bágt á hnakkann.

Og alveg búin á því þurftum við mæðgurnar að ná í pabba í vinnuna kl.9 (way past bed time) því hann var að vinna fram eftir í kvöld. Hann kom með einhverja ægilega bolta til að setja í rúmið og gera það öruggara :) En við erum að spá í að láta verða af því að kaupa okkar eigið rúm, sæng og kodda fyrir skvísuna, við erum búin að vera með þetta í láni núna í að verða ár, kominn tími til að fá sitt eigið :)

Gréta.

miðvikudagur, janúar 04, 2006

Nóg að gera

Það er nóg að gerast þessa dagana, ég var náttúrulega að byrja að vinna þannig að þá þarf að endurskipuleggja alla dagskrá heimilisins. En þetta leggst fínt í mig :) María Rún er farin að tala, hún lærði að segja flugeldar á gamlársdag, reyndar styttum við orðið bara niður í "páv!" til hægðarauka. Svo alltaf þegar ég fer að gera baðið hennar tilbúið á kvöldin hrópar hún upp yfir sig "BAA!" alveg svakalega ánægð :) Og já, loksins gerðist það að hún fór að skríða áfram, komin úr króníska bakkgírnum. Maður nær varla að fylgjast með á eigin heimili, svo mikið að gerast þessa dagana.

Mamma átti stórafmæli núna 2. janúar. Til hamingju með daginn mamma. Þau pabbi höfðu það kósý á hóteli yfir nótt, aðeins að gera sér dagamun. Það var samt ekki beint nein afmælisveisla, smá hittingur hjá kjarnafjöskyldunni, annað ekki. Ætli það verði ekki haldið eitthvað geim í maí þegar pabbi á afmæli, þá verður kominn meiri BBQ fýlíngur í fólk og allir búnir að steingleyma því að þeir voru í megrun í janúar og svona...

Nammibannskeppnin gengur fínt, Siggi bró er búinn að kaupa kort í ræktina. Þegar hann var í formi í gamla daga gat hann hlaupið 10 km á <60 mín, núna fékk hann andarteppu eftir 20 mínútur og datt af brettinu þá kominn tæpa 3 km. Nú þarf ég að drífa mig í gymmið í kvöld og athuga hvað ég get hlaupið mikið. Ég get nefninlega ekki hlaupið nokkurn skapaðan hlut, ég er með svo mikinn áreynslu astma síðan ég var krakki. Það tæki mig marga mánuði að byggja upp þrek í það að geta hlaupið stanslaust 10 km, hvað þá að ná því á <60 mín. En ég ætla að athuga hver staðan hjá mér er, svona upp á djókið.

Gréta.

föstudagur, desember 30, 2005

Síðasti föstudagurinn 2005

Jæja, síðasti vinnudagurinn á þessu ári. Ég er svooo mygluð að það er til vandræða, ég er alveg freðin í hausnum, man ekki neitt og er að reyna að klára skýrslu sem ég er búin að laga svo oft að mér líður eins og ég sé að rannsaka morðmál en ekki skrifa skýrslu um smá vörutalningu. Svona er nákvæmnin mikil í dag, alveg killer.

Ég fékk það verkefni hjá tengdafjölskyldunni að fara og kaupa flugelda í dag. Ætla að skreppa í Gullborg eftir vinnu og sjá hvað er til. Verð nú að segja að ég er alveg dottin út úr þeim pakka að nenna að skjóta upp, en það er gaman að horfa á alla hina :) Ég verð alltaf svo tötsý á gamlárskvöld, þoli það ekki. Þegar ég var lítil var þetta svo slæmt að mér leið alltaf eins og einhver væri að deyja þegar gamla árið kvaddi og það nýja tók við. Núna reyni ég að minna sjálfa mig á það að þetta eru bara tölur sem við notum til að geta skipulagt okkur betur, það er ekki árið 2005 í dag nema bara af því að við ákváðum það, þetta hefur þannig séð enga merkingu.

Ég man hvað það var merkilegt þegar árið 2000 var að koma, það var eins og fólk héldi bara að heimurinn myndi farast, æsingurinn var svo mikill í sumum. Svo núna er bara allt í einu að koma 2006 og maður hugsar með sjálfum sér, wait a minute, hvert fóru öll þessi ár eiginlega??? Ég man bara varla eftir árinu 2000 ef ég á að segja eins og er, 2001 er eitthvað loðið líka. Vá, I'm getting old.

Já, smá fréttir af Maríu Rún, 4. tönnin fannst í gær! Þá náði hún 4 tönnum á þessu ári, yeah beibí. Hin efri framtönnin er að koma niður, útskýrir kannski afhverju hún var með hita í gær.

En jæja, góða skemmtun allir saman á gamlárskvöld. Það verður smá teiti á Sóleyjargötunni eftir miðnætti fyrir fólk sem ætlar ekki að hrynja í það en nennir samt kannski ekki alveg að fara að sofa kl.00.30, ef einhver hefur áhuga á að kíkja :)

Gréta.